Bókin var góð - vona að myndin sé það einnig

Það verður vandaverk að uppfylla væntingar lesenda bókarinnar Karlar sem hata konur því bókin var svo skrambi góð (svona eftir að maður áttaði sig á því að þetta var ekki sjálfshjálparbók). Þetta gætu alveg verið karakterar sem duga, eftir myndinni að dæma. Ég fór reyndar einu sinni full væntinga ein í stærsta bíó Köben (ef ekki Norðurlanda) að sjá kvikmyndaútgáfu af annarri góðri norrænni bók, Lesið í snjóinn, bókinni um Smillu eftir Peter Höeg, og var bara nokkuð ánægð þótt spennuhluta bókarinnar væru gerð meiri skil en öðrum og enn betri hlutum. Sú mynd fékk reyndar misjafna dóma en Gabriel Byrne hélt myndinni uppi að mínu mati. Þannig að ég mun taka áhættuna, reyna að sjá þessa mynd í góðum (stórum) bíósal og hlakka til að sjá hvernig til tekst með karaktera sem eru spennandi.
mbl.is Norðurlandabúar flykkjast á norræna sakamálamynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég fer á þessa, ekki spurning.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.3.2009 kl. 09:39

2 Smámynd: 365

Þekki til hjá góðum aðila sem sá þessa mynd í Stokkhólmi fyrir nokkru, hann var yfir sig hrifinn og leikarar settir vel fram eins og í bókinni, svo eru hinar tvær í bígerð fyrir hvíta tjaldið.

365, 17.3.2009 kl. 16:24

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég þarf að lesa bókina fyrst

Hilmar Gunnlaugsson, 18.3.2009 kl. 02:09

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Mæli eindregið með bókinni, hún er svolítið lengi að komast í gang, en vel þess virði, rosalega vel reyndar. Mikið er ég fegin að myndin fellur í góðan jarðveg, eiginlega svolítið mikilvægt.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 18.3.2009 kl. 03:01

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband