Blíðan er uppi í Borgarfirði

Klukkan ekki orðin tíu og hitinn þegar kominn yfir 12 gráðurnar og glaðasólskin. Ég er sem sagt aftur komin í Borgarfjörðinn, það leynir sér ekki. Hér er fallegt og gott og nú er ég búin að kaupa langa framlengingarsnúru fyrir tölvuna mína svo ég geti unnið lengur en  einn, tvo klukkutíma í senn úti í blíðunni.

Kæra króna ...

Ég er ein af þessum undarlegu manneskjum sem fyrirlít ekki krónuna, tel að vel sé mögulegt að nota hana, sé vilji fyrir hendi. Þar með loka ég ekki á aðra möguleika og geri ekki lítið úr því að erfitt sé að vera með lítinn gjaldmiðil í alþjóðlegu umhverfi. En það eru mýmargir möguleikar á að stýra notkun gjaldmiðils, við þekkjum nokkra þeirra, fljótandi gengi, gengi bundið við myntkörfu, jafnvel við tiltekinn gjaldmiðil, en fyrst og fremst þarf að eyða óvissunni um hvaða gjaldmiðil við hyggjumst nota í framtíðinni og gera síðan þær ráðstafanir sem hægt er að gera (og skynsamlegt er) til þess að hægt sé að nýta okkar sjálfstæða gjaldmiðil af einhverju viti. Nýta möguleikana, sem eru miklu meiri til stýringar í efnahagssveiflum ef við ráðum yfir gjaldmiðli okkar, og sneiða annmarkana, til dæmis hávaxtastefnuna, af. Ekki má gleyma því að gengi krónunnar var lengi allt of hátt skráð og það vissu allir, til ómælds tjóns fyrir útflutningsatvinnuvegina. En þeir sem taka þátt í þessar furðulegu umræðu sem hefur verið að undanförnu gera það eflaust af ýmsum ástæðum. Mér sýnist í fljótu bragði að bera megi kennsl á eftirfarandi erkitýpur:

  1. Þá sem vilja taka upp gjaldmiðilinn Euro (Evra er ekki til á Evrusvæðinu) til að koma okkur inn í Evrópusambandið.
  2. Þá sem vilja taka upp Evruna með samningum til að halda okkur utan við ESB. Við fáum skýr skilaboð úr öllum áttum um að þetta sé ekki hægt, en engu að síður er þessi hópur til.
  3. Þá sem vilja taka upp Evruna einhliða og segja við ESB: Sorrí, okkur er sama þótt við verðum ekki vinsæl.
  4. Þá sem vilja taka upp einhvern annan gjaldmiðil en Euro og halda okkur utan við ESB.
  5. Þá sem vilja taka upp einhvern annan gjaldmiðil en Euro og hafa ekki gefið upp afstöðu sína til ESB (sem merkir oft að þeir vilji ólmir inn).
  6. Þá sem vilja tengja krónuna einhliða við annan gjaldmiðil.
  7. Þá sem vilja tengja krónuna við myntkörfu.
  8. Þá sem vilja taka á efnahagsvandanum og halda krónunni.
  9. Þá sem vilja taka á efnahagsvandanum og gera eitthvað annað en að halda krónunni, vita ekki alveg hvað.
  10. Þá sem stinga hausnum í sandinn.

Þið megið bæta við þennan lista.


Ástæða til að samgleðjast

Nú er sannarlega ástæða til að samgleðjast Benedikt. Þetta hlýtur að vera sæmileg þolraun og gaman að allt gekk upp. Til hamingju!
mbl.is Tókst að synda yfir Ermarsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bækur, bækur, bækur og glæsileg garðveisla þar sem gestgjafinn kemur á óvart (sem var kannski ekki svo óvænt ;-)

Er stödd á þeim punkti í tveimur aðalverkefnum mínum að heimsókn í Þjóðarbókhlöðuna er óhjákvæmileg. Þess vegna meðal annars er ég enn í bænum. Átti góða stund í dag þar sem ég fór í gegnum tímarit sem geymd eru niðri í kjallara Þjóðarbókhlöðunnar og dáðist enn og aftur að því hversu gott er að vinna í því ágæta húsi, jafnvel þótt vatnið umhverfis húsið sé ekki til staðar eins og sakir standa. Hvort það er vegna yfirstandandi gluggaþvottar veit ég ekki, en hvers vegna ætti það að vera? En það er nú annað mál. Hins vegar hef ég ekki þurft að fara klyfjuð bókum af safninu að undanförnu, hef yfirleitt lokið ætlunarverkinu á staðnum, en nú brá svo við að ég þrammaði með svona 15 kíló af bókum út, fann nefnilega tilvísun í áhugaverða bók þegar ég var rétt að ljúka vinnu upp úr tímaritunum sem ég var með í höndunum og þegar ég var komin að hillunum sýndist mér að nokkrar aðrar bækur kynnu að vera gagnlegar líka. Þannig að nú er bíllinn minn hlaðinn bókum um sjávarútveg fyrr og nú, flestum nýútkomnum reyndar, því ég var búin að kanna ýmsar eldri heimildir. Meiri ósköpin sem er skrifað, en ég þarf að skoða allar mögulega bitastæðar heimildir.

Svo var að bruna heim og skipta um föt og hlutverk. Var á leið í afskaplega vel heppnaða garðveislu, þar sem Ragnar Arnalds var að halda uppá sjötugsafmælið, sem er auðvitað fáránlegt, þar sem hann ætti ekki að vera mikið meira en sextugur og heldur ekki hans ágæta kona, Hallveig, sem er nýkomin úr brúðuleikhúsferð til Síberíu, eins og kom fram í viðtali við Ragnar um daginn í einhverju blaðinu. Ragnar er formaður Heimssýnar og þar liggja okkar leiðir saman um þessar mundir, hann er góður málsvari sjálfstæðis þjóðarinnar. Flestir vita líklega einnig af því að hann er góður rithöfundur, hefur aðallega fengist við leikritun, en ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki hugmynd um að hann væri farinn að semja sönglög, en við fengum að heyra dæmi um það í garðveislunni góðu og ekki spurning að listahæfileikar hans ná til þess sviðs einnig. Þetta var bæði óvænt uppgötvun og um leið ekkert svo óvænt. Gott fólk í kringum Ragnar og skemmtilegir endurfundir við gamla vinkonu sem ég vissi að yrði þarna, en hef ekki séð í óþarflega mörg ár, ekki síðan ég stundaði afmælisveislur á Sundlaugaveginum.


Tennis eftir tíu ár (eða þannig)

Það eru komin meira en tíu ár síðan ég hef spilað tennis af einhverju viti. Var komin niður í einn leik á ári (á Kanarí) en seinustu tvö eða þrjú árin er sú iðja komin niður í núll skipti á ári. En núna í kvöld dreif ég mig í Tennishöllina þar sem boðið er uppá kvennakvöld á mánudögum. Fyrsta kvöldið lofar góðu (þrátt fyri að ég villtist aðeins á leiðinni, sem segir allt sem segja þarf um hversu langt er síðan ég hef spilað tennis í Kópavoginum). Mér líður vægast sagt frábærlega eftir þetta.

1897_tennis_match

(Kannski ekki svoooona langt síðan ég fór seinast í tennis).


Frekar skuggalegar fréttir - varaforsetaefnið verður að bjarga honum

Mér líst frekar illa á að fá fjögur ár í viðbót með repúblikana. Hins vegar var ég því miður búin að óttast að svona gæti farið. Nú þarf Obama að vera gætinn í vali á varaforsetaefni. Búin að segja mína skoðun á því máli, en ekkert viss um að það gangi. Demókratar voru ekki nógu skynsamir að velja sér frambjóðanda, Hillary hefði verið tiltölulega örugg að mínu mati, en hún er ekki í framboði í þetta sinn.


mbl.is Forskot Obama minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

M-heilkennið: Monk og Morse

Lítið horft á sjónvarp þessa dagana, og lítils að sakna. Samt kíktum við Nína á Morse á DVD um daginn og núna stend ég sjálfa mig að því að horfa á Monk, í stað þess að uppfæra handrit sem ég er með í höndunum. Alla vega þá eru þetta með skemmtilegustu spæjurunum sem ég fylgist með, svona eins konar M-heilkenni. Matrix er reyndar annað dæmi, en líka gott M-mál. Það sem ég er að velta fyrir mér er hvort ég hafi ánetjast fleiri M-spæjurum. Þið þekkið það eflaust betur en ég, en alla vega, þá væri gaman að vita af fleiri svona M-spæjurum.


Helgin afturundan

Það er svona að skreppa í bæinn. Frekar massív helgi afturundan (sem sagt ekki framundan) og ég á enn eftir að ljúka því sem ég ætla fyrir morgundaginn, reyndar eitthvað sem ég setti mér fyrir sjálf. Minni vinna og meira at þegar ég er í bænum heldur en Borgarfirðinum. Þarf að koma mér í vinnufrið sem fyrst og halda áfram vinnunni minni uppi í bústað, reyndar getur verið að ég laumi mér norður, heilsa uppá Gunnu vinkonu sem á afmæli á fimmtudag og jafnvel að sjá hvort ég hitti á hestamennina sem ættu þá að vera komnir norður. Sjá til með þetta allt saman.

Blátúnsblogg

Þeir sem ekki þola væmið blogg ættu að vara sig áður en þeir lesa lengra. Allar aðstæður ýta undir að þetta blogg verði einstaklega væmið.

Dagurinn í gær var sérstakur. Var komin í bæinn seint á fimmtudagskvöld í tvennum tilgangi, að heilsa upp á mitt heittelskaða áður en hann færi í langa hestaferð, um Eyfirðingaleið norður Sprengisand með einhverju krúsindúlluívafi. Hins vegar var ég að fara í jarðarför ömmusystur minnar, Hullu (Huldar Árnadóttur) sem var mikil sómakona og dó sátt við sig og sína í hárri elli, án blagresiþess að verða nokkurn tíma gömul. Einn bróðir úr þessu stóra systkinahópi lifir enn og lét sig ekki muna um að rölta með stuðningi af göngugrind alla leið með okkur niður að leiði Hullu. Mér fannst ég nú brött að rölta þetta á himinháu hælunum á stígvélunum mínum, en hann Friðjón frændi minn sló mér allrækilega við. Mér líður alltaf svo vel í Fossvogskirkjugarð, þar hvílir svo margt gott fólk sem var mér náið, meðal annarra pabbi minn og Dolinda, konan hans seinustu árin hans, og svo Magga frænka mín, systir Hullu, sem mamma passar alltaf uppá að sé með falleg sumarblóm á leiði hennar og Þórs sonar hennar sem dó ungur úr hvítblæði. Hún dó eftir áratuga dvöl á Nýja-Sjálandi en við tókum á móti duftkerfinu hennar svo hún fengi að hvíla hjá syni sínum. Margir í þessari fjölskyldu sem eiga sér merkilega sögu.

Þegar ég kom heim biðu mín skilaboð um að hið árlega götugrill hér í Blátúni væri framundan, en það var einmitt í gærkvöldi og fram á rauða nótt. Mikið eigum við yndislega nágranna í þessu litla samfélagi okkar í Blátúni á Álftanesi. Hef misst af grillinu að undanförnu vegna fjarvista á sumrin en sem betur fór ekki í ár. Ari minn var auðvitað fjarri góðu gamni, og Hanna var að aðstoða hann fyrsta spölinn og komst ekki heldur. Óli var tvíbókaður og þar að auki að ná úr sér pest, þannig að ég varð ein fjölskyldumeðlima fram yfir þrjú í nótt að spjalla og skála við nágrannana, sem hafa rigningauðvitað fyrir löngu skotið veðurguðum ref fyrir rass og byggt skýli yfir götuna sem dugar alveg ef dropar koma úr lofti, eins og vottaði fyrir, einkum er fór að líða fram yfir miðnætti í nótt. Gróðurinn efst í götunni, þar sem grillið er jafnan haldið, er orðinn svo allumlykjandi og fallegur að það jók enn á stemmninguna. Hefði reyndar viljað spjalla meira við nýja fólkið í Blátúni 4, en geri það seinna, þau virka indæl. Ég þurfti bara svo mikið að bæta upp vanrækslu undanfarinna ára að ég komst ekki yfir að spjalla við fleiri en gömlu vinina hér í Blátúninu.

Ég saknaði þess reyndar að taka ekki þátt í Blátúnsleikunum, sem byrjuðu klukkan fimm í gær, sem er eina tækifæri mitt í tilverunni til að rifja upp gamla takta frá Ungmennafélagsárunum í spjótkasti. Aðrir sáu um spjótkastið þetta árið. En ég var búin að raða nokkuð þétt á daginn og naut veðurblíðunnar niðri í bæ með vinkonum mínum og óvæntum leynigesti, þýskum vini okkar, Kristoff frá Berlín. En Borghildur og Guðný vinkonur mínar gerðu daginn að algerum draumadegi. Guðný er æskuvinkona mín og við höfum nýverið endurnýjað sið sem við vorum búnar að koma okkur upp, að hittast svona um það bil mánaðarlega og spjalla spjotkastsaman, jafnvel um hluti sem skipta máli. Borghildi hitti ég reglubundnar, en þó sjaldnar nú en fyrr, við erum gamlir vinnufélagar og úr vinkvennahópi sem er alveg rosalega skemmtilegur (og inniheldur ekki bara kvenfólk!). Svo þegar Borghildur var farin og við Guðný á fullu að kjafta, hringdi Borghildur og dreif okkur með sér á opnun á myndum Stórvals. Það var sannarlega óvænt ánægja sem dró alveg rosalega skemmtilegan dilk á eftir sér, hvað mig varðar. Svo kíkti ég aðeins við hjá mömmu áður en ég fór í götugrillið og hún var eins og oftar búin að finna eitthvað bitastætt fyrir mig að kíkja á fyrir Álftanessöguna. 

Og nú fá trén mín uppi í Borgarfirði loksins almennilega vökvun. Krafturinn (eða skorturinn á honum) storval_1á kalda vatninu gerði það að verkum að vökvunartilburðir mínir, með gulu gúmmíslöngunni, hafa verið hálf máttleyisislegir og ég er ofursátt við framlag veðurguðanna í þessum efnum. Ef þessari úrkomu verður stillt í hóf, er hún líka kærkomin fyrir hestamennina, sem annars þyrftu að ríða norður á bóginn í miklum reykjarmekki.


Góða veðrið, golf og óspilað tennis

Veðurblíðan hér í Borgarfirðinum er búin að vera með eindæmum og á mánudag þegar ég átti erindi í bæinn ætlaði ég aldrei að koma mér af stað, því veðrið var svo rosalega gott. Missti fyrir vikið af fyrsta tennistímanum sem ég ætlaði að taka, en mér skilst að kvennatímar séu í nýju tennishöllinni á mánudagskvöldum. Tékka næsta mánudag ef ég verð í bænum. Í staðinn fór ég í golf í fyrsta sinn á árinu, ég er mjög léleg í golfi, mun verri en í tennisíþróttinni, en það spillir ánægjunni ekkert. Stafalogn á Álftanesi, öldugjálfrið við völlinn í Haukshúsum alveg yndislegt og miðnætursólin heillandi. Þótt ég fyndi ekki fjórðu holu fyrr en ég var að fara heim, þá var þetta rosalega skemmtilegt kvöld.

Núna er sól og blíða hér í Borgarfirðinum, við Nína erum að flatmaga í sólinni og vinna á milli, og leiðin liggur í bæinn í kvöld. Eigum báðar erindi í bæinn, Nína reyndar að eyða seinustu dögunum í bili hér heima á Íslandi, en vonandi verður hún komin hingað alkomin eftir hálft ár eða ár. Við ætlum að koma við á æfingasvæðinu á Hamarsvellinum á leiðinni í bæinn, Nína hefur áhuga á að læra golf og undir venjulegum kringumstæðum hefði verið golfkennari á svæðinu en nú eru ,,jólin" hjá þeim á Hamarsvellinum, aðalmót sumarsins og mikið fjör skilst, mér, eða eins og indælis maður sem ég talaði við sagði: Nú eru jólin! og þá eru auðvitað allir í þeim fagnaði. En við getum alla vega slegið nokkrar kúlur á æfingasvæðinu þar, sem er bara mjög gott.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband