TIL HAMINGJU ÍSLAND!

Ég get ekkert sagt, það er kannski ein mínúta eftir að leiknum, en sigurinn er í höfn!!!!

Æsispennandi handboltaleikur - Ísland yfir í hálfleik gegn heimsmeisturunum? Vá!!!

Þetta er ótrúlegur leikur. Ég var farin að sjá ofsjónum yfir skoruðum mörkum, en þetta er alveg eðlilegt, aðalatriðið er að við erum YFIR í hálfleik!!!! það getur (vonandi) ekki farið öðru vísi, svo fáar mínútur eftir til hálfleiks. Takk Rás 2 fyrir að vera með útvarpsútsendingu.

Þetta er samt enn meira smekkur Gurríar, þannig að það fær bara líka að fljóta með


Þessi er fyrir Gurrí


Golf fyrir óinnvígða - og málfar fyrir lengra komna

Eftir að ég uppgötvaði hversu margir golfvellir eru á landinu og fáir skvass eða tennisvellir, þá ákvað ég að reyna að mjaka mér í áttina að golfinu, í stað þess að stressa mig á því að finna mótspilara (við Óli erum alltaf upptekin til skiptis, annars er gaman að spila við hann, skvass, erum samt enn á leiðinni) - eða að finna völl sem einhverjir fótboltakrakkar eða blak-Finnar eru ekki búnir að leggja undir sig/skemma/breyta í einhvern óskapnað (þetta gildir fyrir tennis). Að vísu var ég búin að finna tennishóp í Kópavogi, sem mig langaði í, en ég geri mér ekki ferð á höfuðborgarsvæðið, úr Borgarfirðinum, til þess að fara á tennisæfingu. Hefði kannski gert það einhvern tíma, en ekki lengur. Man enn í hillingum sælusumarið 1993, fyrsta tennissumarið mitt, þegar við spiluðum alla daga og stundum oft á dag (og skvass á milli). En sem sagt, golf! Búin að fatta að ég get slegið úr svona eins og einni fötu þegar ég skrepp niður í Borgarnes, það er alla lash8_aussie350vega ágætt, því það dugar víst ekki eins og í fyrra að fara bara þrisvar í golf allt sumarið. Seinasta skiptið þar að auki með vinnufélögunum í Texas Scramble afbrigði (ekki segja mér að mig misminni aftur, ég sagði Texas Holden um daginn, en það er ábyggilega póker). Eins og það var gaman, þá er auðvitað skammarlegt að mæta óæfður, en samt var rosalega gaman að spila í fyrsta sinn á velli af fullri stærð. Reyndar er ég einmitt búin að slá þrisvar núna, svo ég hef að litlu að státa, og spila átta holur á Álftanesi (það er bara af því ég fann ekki fjórðu holuna). 

Fann alveg frábæra grein um daginn í golfblaði minnir mig. Einn að agnúast yfir málfarinu í kringum golfið, sumt sem hann sagði skildi ég ekki, af því ég veit of lítið um íþróttina, en það sem ég skildi var allt mjög skynsamlegt. Ég var afskaplega hamingjusöm þegar ég sá að hann var að reyna að berja það inn í fólk að tala um golfkúlur en ekki GOLFBOLTA (!!!!) - grrrrrr þegar pabbi var í golfinu og ég lítil stelpa var aldrei talað um annað en golfkúlur og þannig finnst mér það eiga að vera. Gaman að heyra að fleiri eru sama sinnis, hélt ég hefði kannski eitthvað misst úr. En það sem mér fannst fyndnast var þegar hann var að tala um þann ósið að tala um 450 metra langar holur, þegar átt var við brautina frá teigi inn á flötina (og að holunni) að hún væri 450 metrar. Ég sé fyrir mér moldvörpuna sem gróf þessa 450 metra löngu holu, en það ætti að vera hægt að hitta í hana.


Sumarferð um Borgarfjörð í góðu veðri og góðum félagsskap

Við Ari fórum í sumarferð um Borgarfjörð í dag með gömlum félögum og höfðum það alveg einstaklega gott, enda veðurblíðan mikil. Ekki spilltu yndislegar móttökur hvar sem við komum. Takk fyrir okkur Vestlendingar.

CIMG3019


Clapton svipmyndir úr símanum mínum - og lagalistinn frá í gær

Clapton tónleikarnir enn og aftur. Og ég var sem sagt með símann á lofti eins og fleiri, tók ekki sjansinn Mynd004á að  taka með mér myndavél, enda hefði það spillt tónleikunum ef allir hefðu verið með myndavélar á lofti með flassi út um allt, þannig að þetta var bara fínt, Mynd011nokkrir símar á lofti og svo fagmenn að taka aðalmyndirnar. En þetta er sem sagt úr símanum mínum, svipmyndir sem segja allt um stemmninguna, finnst mér. Og svo fann ég blogg þar sem mojo er búinn að taka saman lagalista gærkvölds og gefa einkunnir sem ég er sammála að mestu. Wonderful tonight fær kannski ekki fullt hús (skoðið athugasemdina) og ég verð að viðurkenna að eins og ég elska það lag, þá var miklu meira stuð í mörgum öðrum lögun, en þetta var allt frábært samt. Hér er lagalistinn á bloggi mojo. Mynd003


Þjófar í paradís, þrjár kindur staðnar að verki!

Viðkvæmum er ráðlagt að lesa þetta ekki, þarna er ákveðið ofbeldi á ferðinni, ekki þegar ég rak kindurnar burtu, heldur át þeirra á blásaklausum trjánum sem ég hef gróðursett fyrir aftan bústaðinn okkar. Sem betur fór björguðust flest laufin:

CIMG3002

 

 

 

 

 

 

 

CIMG3003


Til hamingju öll - bæði ,,svona" og hinsegin!

Samfélagið okkar er gott þegar gleðigangan stendur undir nafni, það er að ástæða sé til að gleðjast yfir því að staða samkynhneigðra í samfélaginu hefur batnað til muna. Fyrir allmörgum árum stöðu Samtökin 78 fyrir kvikmyndasýningu sem varð mér að minnsta kosti ógleymanleg, um ævi Harvey Milk, bogarfulltrúa í San Fransisco, sem var myrtur 1984 og varð eins konar píslarvottur samkynhneigðra manna. Enn stríða samkynhneigðir við fordóma einstaklinga, en samfélagið gleðst sem betur fer einlæglega yfir þeim sigrum sem hafa unnist.


Clapton - daginn eftir

Brjálað stuð á Clapton í gær. Það er fátt skemmtilegra en að fara á vel heppnaða tónleika, og þessir voru það svo sannarlega. Eitt lag sem Heiða taldi upp í útvarpinu að líklegt væri að hann spilaði sem ég saknaði virkilega, það var White Room. Veit ekki hvort hann tekur þetta lag nokkurn tíma nú orðið, en ef hann gerir það ekki, þá ætti hann að hugleiða það, því hljómsveitiin sem hann er með núna veldur þessu meistarastykki alveg ágætlega, það er ég sannfærð um. Minna mál með Laylu (þó að Norðmennirnir hafi fengið að hlusta á hann spila það ágæta lag) nýrri flutningur hans á því lagi er of hófstilltur fyrir minn smekk, ég vil ekki heyra hann flytja lagið miðaldra og afslappaður, heldur finnst mér útgáfan þar sem hann var ungur og örvæntingarfullur miklu betri. Annars voru þessir tónleikar brjálæðislega blúslegir og það var virkilega gott. Og þá er ég aftur komin upp í Borgarfjörðinn og ánægð með það, sé ekki eftir að hafa tekið þátt í þessum merkisviðburði, sem tónleikar Clapton eru óneitanlega. Þetta er listamaður sem aldrei hefur hætt og hrakar ekki neitt (þótt athygli hafi vakið að hann var með ,,starfsmann í þjálfun" sem tók slatta af góðum gítarsólóum).

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband