Clapton svipmyndir úr símanum mínum - og lagalistinn frá í gær

Clapton tónleikarnir enn og aftur. Og ég var sem sagt með símann á lofti eins og fleiri, tók ekki sjansinn Mynd004á að  taka með mér myndavél, enda hefði það spillt tónleikunum ef allir hefðu verið með myndavélar á lofti með flassi út um allt, þannig að þetta var bara fínt, Mynd011nokkrir símar á lofti og svo fagmenn að taka aðalmyndirnar. En þetta er sem sagt úr símanum mínum, svipmyndir sem segja allt um stemmninguna, finnst mér. Og svo fann ég blogg þar sem mojo er búinn að taka saman lagalista gærkvölds og gefa einkunnir sem ég er sammála að mestu. Wonderful tonight fær kannski ekki fullt hús (skoðið athugasemdina) og ég verð að viðurkenna að eins og ég elska það lag, þá var miklu meira stuð í mörgum öðrum lögun, en þetta var allt frábært samt. Hér er lagalistinn á bloggi mojo. Mynd003


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé að við nöfnurnar höfum verið í sama fílingnum gagnvart þessum tónleikum. Ég er ennþá í skýjunum, hefði ekki viljað missa af þessu fyrir nokkra muni. Frábært!

Anna Ólafsdóttir (anno) 10.8.2008 kl. 20:37

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

ÓK! -  Ég viðurkenni að ég öfunda ykkur. - En svona er þetta bara, maður getur ekki gert allt.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.8.2008 kl. 21:06

3 Smámynd: Linda litla

Það var gott að þú skemmtir þér, til þess var leikurinn gerður.

Bestu kveðjur til þín.

Linda litla, 10.8.2008 kl. 23:59

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Tónleikar sem ég hefði engan veginn viljað missa af.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.8.2008 kl. 02:05

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband