Verður Íslandi drekkt í skógi ? Virkjanablús 2. hluti
25.6.2007 | 19:27
Virkjanablús
25.6.2007 | 19:01
Dóttur minni brá aðeins ...
25.6.2007 | 00:34
... þegar ég fór að tala um bleika þvottavél hér í fyrri pistli. Hún trúði því alveg að ég hefði spreyjað þvottavélina bleika. Mér fannst það nú alveg óþarfa áhyggjuefni, þangað til ég mundi allt í einu eftir því þegar ég fékk nóg af plastfurueldhúsinnréttingunni okkar, sem hékk til bráðabirgða í eldhúsinu í yfir tuttugu ár. Eina nóttina tók ég rúllu af sjálflímandi plasti og límdi yfir allar hurðarnar á eldhúsinnréttingunni, bleikt, nema ein hurðin fékk að vera lillablá. Mjög stolt af þessu og dóttir mágkonu minnar var líka hrifin af framtakinu. Hmmm já, það held ég hafi verið allt og sumt af hrifningu. Ætli það hafi ekki verið að næturþeli nokkrum árum síðar sem dóttir mín tók að rífa þetta aftur af og þegar ég lauk verkinu fannst mér plastfuran bara ágæt. En núna er loksins komin alvöru eldhúsinnrétting.
Og eins og höfundurinn segir í hinni frábæru bók Litli prinsinn: ,,Börn, varið ykkur á baóbabtrjánum" þá segi ég: ,,Börn, varið ykkur á húsbyggingum." Við byggðum barnung og blönk og erum enn að endurbyggja, laga og bæta það sem gert var af vanefnum. En stundum er það reyndar bara gaman, eins og í kvöld, þegar við tókum enn eina ,,seinustu" steypu af flotinu uppi á lofti. Við héldum að þessi væri raunverulega sú seinasta. En sennilega þurfum við bara að taka eina litla bunu á þriðjudag til að klára. Sennilega.
Sólarlandaferð í Borgarfjörðinn og mis-mishæðótt gólf
24.6.2007 | 19:41
Eftir flotið á föstudagskvöldið vorum við búin að vinna okkur inn sólarlandaferð í sumarbústaðinn í Borgarfirði. Hreinn draumur, því neðri pallurinn okkar var alveg rok-laus og þar lá ég eins og sleggja í sólbaði allan laugardagseftirmiðdaginn, en um morguninn vorum við í hestastússi, hestarnir þurfa nýtt vatn og það tók smá tíma að koma öllu í stand, en allt gekk vel að lokum.
Á laugardagskvöldið fórum við að kíkja á Halla, væntanlegan ferðafélaga Ara í hestaferð kringum Langjökul í næsta mánuði, en hann hefur verið að gera upp eldgamalt höfuðból fjölskyldu sinnar í Borgarfirði. Mishæðótt gólf eru bara flísalögð eins og þau koma af skepnunni og ekkert smá flott. Ég fór að hugleiða hvort við værum ekki of orthodox heima í leit að sléttum gólfum. En alla vega, við erum búin að flota svo mikið að ein sletta í viðbót gerir ekkert til. Svo fórum við í nágrannabústað þar sem systir Halla, Inger Anna var með fjölskyldu sinni, og þau tóku yndislega á móti okkur, þótt við kæmum sem óvæntir gestir. Áttum frábært kvöld með þeim og húmorslausa hundinum þeirra, henni Regínu, sem er ógnarsæt. Inger hefur ekki staðið í minni stórræðum og búin að mála bústaðinn yndislega djúprauða, liturinn er hreinlega ávanabindandi.
Í dag þrifum við heita pottinn uppi í bústað, ég var bara fegin að sólin var ekki eins mikil og í gær, því það var nóg komið í bili. Heiti potturinn sem Sæja, tengdamóðir mín, gaf okkur er enn ekki komin í gagnið, vegna leka, sem innflytjandi pottins er alltaf ,,alveg" að fara að láta gera við. Við eltum hann reyndar uppi á Kanaríeyjum og það var mjög undrandi maður sem gaf okkur símanúmer píparans sem átti að vera búinn að gera við þetta. Yourright! Alla vega þá verður allt gott sem endar vel, við létum fara vel um okkur í vatnslausum pottinum þegar við vorum búin að þrífa hann. Skil ekkert í okkur að hafa ekki tekist að koma þessu í lag í fyrra, en við höfum verið í öðrum framkvæmdum, vissulega, þetta var fyrir 2 pöllum, stiga og 3 herbergjum síðan! Þannig að enn eru verkefni framundan áður en maður fer að færa út kvíarnar í öðrum landshlutum, fyrir norðan til dæmis
Sjaldan hef ég flotinu neitað
22.6.2007 | 23:01
Bleik þvottavél
22.6.2007 | 20:10
Tóm steypa
22.6.2007 | 18:58
Stelpurnar okkar - 5:0
21.6.2007 | 23:09
Stelpurnar okkar! ... og aðrar staðreyndir lífsins
21.6.2007 | 21:32
ESB aðferðin: Ef ,,rétt" niðurstaða fæst ekki þá skal kjósa aftur og aftur og aftur ...
20.6.2007 | 22:46
Mörg og misvísandi skilaboð varðandi álver á suðvesturhorninu núna í dag. Fátt kemur á óvart, í Vogunum eru skiptar skoðanir um hvort sækjast eigi eftir álveri í túnjaðarinn, Þorlákshöfn verður kannski ekki eins umdeild og aðrir staðir af því þar virðist vera ,,stemmning" fyrir álveri en furðufrt dgsins, sem var ýmist dreginu upp eða til baka, var sú að kannski ætti að taka upp umræðuna í Hafnarfirði, með því að stækka álverið til sjávar í stað þess að stækka það til lands. Orðhengisháttur ef nú á að túlka kosningarnar í Hafnarfirði sem andstöðu við ákveðna tegund stækkunar sem fólst í deiliskipulagstillögu, í stað þess að skilja að það var stækkun álversins sem var hafnað. Vissulega eru fréttir af þessu vísandi til hægri og vinstri, en ef þetta yrði ofan á, þá væri tæplega stætt á öðru en að láta borgarana segja sína skoðun.
Ef til þessa kæmi yrði komin upp staða sem minnir mest á aðferðafræði ESB að ef ekki fæst ,,rétt" niðurstaða í fyrstu kosningum þá er bara að kjósa aftur, og aftur. Þannig fór þegar Maastricht-sáttmálinn var felldur í Danmörku og þannig hafa Norðmenn nú þegar kosið tvisvar um aðild að ESB og bara tímaspursmál hvenær þeir kjósa í þriðja sinnið. Formlega séð er það auðvitað ekki að undirlagi ESB en málið hefði aldrei verið á dagskrá í Noregi ef það hefði ekki verið með fulltingi ESB.
En þessar fréttir eru reyndar kafnaðar í hrifningu meiri hluta íbúa Voga á því að fá álverið til sín. Leitt að heyra, hef fulla samúð með fólkinu sem fluttist í Vogana til að vera nálægt fallegu hrauninu og náttúrunni sem mér finnst alltaf svo falleg á Suðurnesjum.