Sólarlandaferð í Borgarfjörðinn og mis-mishæðótt gólf

Eftir flotið á föstudagskvöldið vorum við búin að vinna okkur inn sólarlandaferð í sumarbústaðinn í Borgarfirði. Hreinn draumur, því neðri pallurinn okkar var alveg rok-laus og þar lá ég eins og sleggja í sólbaði allan laugardagseftirmiðdaginn, en um morguninn vorum við í hestastússi, hestarnir þurfa nýtt vatn og það tók smá tíma að koma öllu í stand, en allt gekk vel að lokum.

Á laugardagskvöldið fórum við að kíkja á Halla, væntanlegan ferðafélaga Ara í hestaferð kringum Langjökul í næsta mánuði, en hann hefur verið að gera upp eldgamalt höfuðból fjölskyldu sinnar í Borgarfirði. Mishæðótt gólf eru bara flísalögð eins og þau koma af skepnunni og ekkert smá flott. Ég fór að hugleiða hvort við værum ekki of orthodox heima í leit að sléttum gólfum. En alla vega, við erum búin að flota svo mikið að ein sletta í viðbót gerir ekkert til. Svo fórum við í nágrannabústað þar sem systir Halla,  Inger Anna var með fjölskyldu sinni, og þau tóku yndislega á móti okkur, þótt við kæmum sem óvæntir gestir. Áttum frábært kvöld með þeim og húmorslausa hundinum þeirra, henni Regínu, sem er ógnarsæt. Inger hefur ekki staðið í minni stórræðum og búin að mála bústaðinn yndislega djúprauða, liturinn er hreinlega ávanabindandi. 

Í dag þrifum við heita pottinn uppi í bústað, ég var bara fegin að sólin var ekki eins mikil og í gær, því það var nóg komið í bili. Heiti potturinn sem Sæja, tengdamóðir mín, gaf okkur er enn ekki komin í gagnið, vegna leka, sem innflytjandi pottins er alltaf ,,alveg" að fara að láta gera við. Við eltum hann reyndar uppi á Kanaríeyjum og það var mjög undrandi maður sem gaf okkur símanúmer píparans sem átti að vera búinn að gera við þetta. Yourright! Alla vega þá verður allt gott sem endar vel, við létum fara vel um okkur í vatnslausum pottinum þegar við vorum búin að þrífa hann. Skil ekkert í okkur að hafa ekki tekist að koma þessu í lag í fyrra, en við höfum verið í öðrum framkvæmdum, vissulega, þetta var fyrir 2 pöllum, stiga og 3 herbergjum síðan! Þannig að enn eru verkefni framundan áður en maður fer að færa út kvíarnar í öðrum landshlutum, fyrir norðan til dæmis Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Þið fáið ykkur bara stóra kartöflu og rekið hana í gatið, smá snitt vinna, ekki deyja ráðalaus.  Ég var annars að koma undan Eyjafjöllum, búið að vera alveg hreint frábært veður.  það var nær 20 stiga hita í gær, en strekkings rok eins og svo oft.

Ester Sveinbjarnardóttir, 24.6.2007 kl. 19:53

2 identicon

Elskan er ekki að verða alveg komið nóg af framkvæmdum...

Bara klára það sem eftir stendur, það er nóg eftir... Svo getum við farið að gleyma okkur í gæluverkefnum...

Jóhanna 24.6.2007 kl. 20:34

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk, við munum finna hvenær er nóg komið! Það verður þá með góðri samvisku sem við tökum okkur pásu. En þangað til, framkvæmdagleði og meiri framkvæmdagleði. Hitinn undir Eyjafjöllum hefur farið enn hærra en hjá okkur, 15-16 stigin voru hins vegar mjög heit í skjólinu.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.6.2007 kl. 21:19

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband