Bleik þvottavél

Þótt ég eigi bleika tölvu þá er ég ekki búin að spreyja þvottavélina bleika. Ég er heldur ekki að vísa til þess þegar ég var í fyrsta leiguherberginu mínu á Íslandi með aðgang að þvottavél og gleymdi rauða sokknum í vélinni fyrsta kvöldið. Næsta vél var með hvítum karlmannsnærfötum og ég skildi það ekki þá, sem ég skil nú, hve ofboðslegan velvilja og sjálfsstjórn húsmóðirin sem leigði mér hafði þegar hún bað mig vingjarnlega að tæma vel úr vélinni þegar ég tæki úr henni. Nei, í kjölfar 19. júní þá er ég að tína til í reglubunda bleika þvottavél og mér finnst bara svo fyndið að eiga nóg af bleikum fötum til að fylla þvottavél og gott betur. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

bleikt er að mínu mati ferlega flottur lítur. ég hef litað ótrúlega mikinn þvott bleikan, en það verður bara ekki þessi fallega bleiki litur.

flott að eiga bleika tölvu !!!!

ljós til þín anna

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.6.2007 kl. 22:42

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ljúfr bleikar kveðjur af Álftanesinu.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.6.2007 kl. 22:56

3 identicon

Ég ætlaði að segja það. Ég hefði nefnilega alveg trúað þér til þess...

Jóhanna 23.6.2007 kl. 21:11

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ok, það vantar kannski eitt inn í þetta, bleika eldhúsið okkar, aha.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.6.2007 kl. 19:44

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband