Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
(Stutt) bloggfrí
25.3.2009 | 00:20
Obama hjá Jay Leno líka
24.3.2009 | 23:52
Ótrúlegt hvað við erum óvön því að bandarískur forseti hegði sér (opinberlega) öðru vísi en fyrirrennararnir. Sennilega þarf að fara aftur til forsetatíðar Kennedys til að sjá eins miklar breytingar á ,,stíl" forseta og þegar hafa orðið á stuttum valdatíma Obama. Hann mætir til Jay Leno (sýnt á Skjá einum í kvöld) og er ferlega fyndinn en kemur samt að alvarlegum málum með sannfærandi hætti. Hann talar við geimfara í geimstöð í sömu viku, ekki eins óvænt, en samanlagt er augljóst að nýr stíll fylgir honum. Klárlega skiptir stíllinn engu máli samanborið við það sem hann er að gera, en það sem engu að síður er að koma í ljós er að hann gerir sér grein fyrir þeim breytingum sem eru að verða í samfélaginu og velur hluta af þeim (Facebook og spjallþætti) til að ná til fólks, og það virðist virka.
Mér líkar húmorinn hans og hef hann grunaðan um að bera ábyrgð á honum sjálfur (spurður um hvers vegna hundurinn sé ekki kominn í Hvíta húsið: Þetta er Washington - þetta var kosningalorð!).
Obama hringdi út í geim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook
Loksins smá tími fyrir myndlist
23.3.2009 | 20:20
Verið frekar geggjað að gera að undanförnu en í dag gat ég ekki staðist mátið og leyfði mér að taka frá 3-4 tíma í dag fyrir myndlistina, hliðarsjálfið mitt. Leyfi bara myndunum að tala, ég hef verið svolítið upptekin af áhrifum hellamálverka (sem ég hef verið svo lánsöm að skoða í Frakklandi, meðan enn var opin í einhverja hella). Engin endurgerð á slíku heldur bara pælingar út frá þeim tilkomumiklu myndum.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóð | Facebook
Ég líka ...
23.3.2009 | 01:04
Obama sér vonarneista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjósendur eiga skilið að að fá heiðarlega valkosti
23.3.2009 | 00:29
Fer ánægð af löngum og efnisríkum landsfundi VG. Mikill fjöldi efnismikilla ályktana var samþykktur í dag og greinilegt að okkar fólk fer ekki ráðalaust í kosningabaráttuna, velferðarmál, lýðræðismál, atvinnumál, efnahagsmál, utanríkismál og ýmislegt fleira var meðal þess sem ályktað var um og á síðu Vinstri grænna www.vg.is eru margar þessara ályktana þegar komnar inn.
Skýr krafa um heiðarleika, róttækni og málefnalega umræðu þar sem allt er uppi á borðinu er niðurstaða þessa fundar og kjósendur VG þurfa ekki að óttast að hreyfingin okkar fari undan í flæmingi. Samþykkt var tillaga sem gerir ekki bara núverandi stjórnarsamstarf að þeim valkosti sem flestir líta til heldur útilokar að kjósendur VG eigi á hættu að leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda með fulltingi VG. Mér finnst býsna gott að tilheyra heiðarlegri hreyfingu.
VG bundin - á móti Sjálfstæðisflokknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Landsfundur og landsviðburðir
21.3.2009 | 22:48
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook
Vera á landsfundi VG: Að koma aftur inn í kjarna pólitískrar umræðu er ótrúlega gefandi
21.3.2009 | 00:23
Hlaut mitt pólitíska uppeldi í Kvennalistanum, þótt ég hafi verið í alls konar friðar-, kvennabaráttu og annars konar réttlætisbaráttuhreyfingum á undan. Þar var grasrótarstarfið með því mesta sem gerst hefur í íslenskum stjórnmálum, þótt við höfum sjálfar oft viljað gera enn betur. Því var ég hálf hikandi að hella mér út í stjórnmál í ,,hefðbundnari" stjórnmálaflokki, það er vinstri grænum, þótt ég sé vissulega meðal stofnenda þeirrar ágætu hreyfingar og hafi starfað með henni að einstökum verkefnum. En mér líkar margt við að vera komin á bólakaf í starfið hjá vinstri grænum. Mér líkar auðvitað stefnan einstaklega vel, stefnan sem forðaði mér frá pólitísku munaðarleysi þegar ég neitaði að láta flytja mig hreppaflutningum úr Kvennalistanum yfir í Samfylkinguna á sínum tíma. Það var engin tilviljun að ég fann mig frá fyrstu tíð í þeirri stefnu.
Núna sit ég minn fyrsta landsfund VG og mér líkar málflutningur okkar fólks. Bæði fyrirfram tilkynntra ræðumanna og allra þeirra (alla vega 53) sem tóku þátt í almennum stjórnmálaumræðum í kvöld. Samhljómurinn er mikill, get tekið undir nánast með öllum nema þeim sem vilja slá af einarða andstöðu VG gegn ESB-aðild. Þeir voru teljandi á fingrum annarrar handar í umræðunni í kvöld svo ég kvíði því ekki hvernig landið liggur hjá okkur þegar tugir töluðu fyrir óbreyttri stefnu! Ég er rífandi stolt af flestu því sem okkar fólki hefur tekist að gera á stuttri setu í ríkisstjórn og þótt við eigum óunnin verk, þá mun verða gengið í þau!
Sterk skilaboð frá yngra fólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hætt að níðast á þeim sem síst skyldi - eigum við ekki að framlengja samninginn við Ögmund í næstu kosningum?
20.3.2009 | 13:45
Ögmundur afnemur dagdeildargjöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.3.2009 kl. 00:05 | Slóð | Facebook
Þá eru framboðslistar VG í Reykjavík og Suðvestrinu komnir fram. Ég lenti á góðum stað á listanum í Reykjavík norðri - eins og ég reyndar vissi fyrir (reyndar ekki hvort það yrði í norðri eða suðri) en beið með að ræða þar til listinn væri fullgerður - og hlakka til að kjósa Suðvesturlistann sem er mjög skemmtilega skipaður, eins og fyrirsjáanlegt var. Allt getur gerst en horfur eru á að við fáum þrjú þingsæti í öllum kjördæmum nema einu, mér er sagt að núverandi niðurbrot kannana segi að það sé norðvesturkjördæm. Mismunur á stærð kjördæmanna og lítið úrtak í niðurbrotnum tölum getur hins vegar raskað þessu enn meira og kosninganóttin verður spennandi. Mér sýnist þó að ég sé líkleg í varaþingsæti, sem er mjög áhugaverð staða. Eins og ég hef ekki saknað þingsins sem vinnustaðar þessi 14 ár sem eru liðin síðan ég hætti þar, þá sé ég núna lag fyrir hugsjónirnar, lag sem ekki kemur alltaf.
Vinstri græn hafa skýra og góða stefnuskrá. Áherslurnar í kosningabaráttunni núna verða mótaðar á landsfundinum sem hefst núna klukkan þrjú í dag og stendur alla helgina.Þetta verður stutt og snörp barátta, ekki nema fimm vikur til kosninga. Til að tryggja réttlæti, jöfnuð og vönduð vinnubrögð í því gríðarlega átaki sem verður að koma samfélaginu aftur í starfhæft horf og tryggja hag þeirra sem verst eru settir er ekki hægt að sætta sig annað en stjórn með VG innanborðs eftir kosningar. Ábyrgð okkar sem mótum kosningaáherslur er því mikil en veganestið, stefna VG, gott.
Okkar fólk á mjög annríkt við að stjórna landinu og þoka frábærum málum áfram, loksins sjáum við að verið er að vinna heimavinnuna sína til þess að geta tekið á þessum hrikalegu efnahagsmálum. Því miður var komið nánast að auðu borði í mörgum þeim mikilvægu verkefnum sem nú er verið að vinna að, aðgerðaleysi fyrri stjórnar, sem ég var að vona að væri ekki eins svakalegt og virtist vera, var því miður ótrúlegt. Ég er líka sérlega ánægð með afstöðuna sem tekin er gegn mansali og vændi, þar sem áherslan er ekki á að níðast neitt frekar á stúlkunum og konunum sem hafa ,,lent" í þessu hlutskipti heldur beina sjónum sínum að því hvað liggur að baki mansali og þeirri flóknu umræðu sem flest í klám- og kynlífsvæðingu samfélagsins. Mikil kvenfyrirlitning og mannfyrirliting sem þar á sér stað, því við eigum ekki að gleyma því að strákar eru líka hluti fórnarlambanna sem selja sig, þótt fæstir þeirra séu gagngert fluttir til landsins í því skyni, nóg er af innlendum fíklum sem menn virðast reiðubúnir að notfæra sér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:14 | Slóð | Facebook
Ætli fólk sé ekki fullfært um að hafa skoðun sjálft - og sé jafnvel hjartanlega sammála Jóhönnu?
19.3.2009 | 17:19
Atvinnurekendur reiðir Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:02 | Slóð | Facebook