Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
Heitur pottur og kaldur gustur ...
30.6.2008 | 15:11
Verðskuldaður sigur Spánverja!
29.6.2008 | 20:37
Úrslitaleikurinn á morgun - áfram Spánn!
28.6.2008 | 21:01
Tónleikarnir á eftir - sendi góða strauma úr náttúrunni
28.6.2008 | 17:40
Umvafin fallegri náttúru í bak og fyrir, bæði heima og hér uppi í bústað, þannig að ég er ekki á leiðinni bæinn (umhverfismengandi ;-) á Náttúrutónleikana, en sjálfsagt hefði ég farið ef ég hefði verið í bænum. Veit að Óli minn ætlar og kannski Hanna, veit ekki með hana, þannig að fulltrúar fjölskyldunnar verða alla vega á staðnum. Þetta verða ábyggilega frábærir tónleikar!
Hvort er nú betra að horfa á vegginn eða Skarðsheiðina?
28.6.2008 | 01:53
Held að flestir geti ímyndað sér svarið við þessari spurningu. En ástæðan fyrir því að ég spyr er sú að ég er búin að vera á hálfgerðu flakki með skrifborðið mitt hér uppi í sumarbústað. Lengi vel var það inni í minna svefnherberginu, sem var ekkert mjög skynsamlegt fyrirkomulag, þar sem ýmsir sofa þar sætum svefni. Þá fann ég því ágætan stað inni í stofu, en gallinn er sá að þar horfði ég beint á vegginn og var með þetta frábæra útsýni í bak og á hlið, sem ég horfi lítið með. Nú er ég búin að finna alveg frábært fyrirkomulag og svona held ég að þetta verði, hefur líka þann kost að ég get dúkað skrifborðið og notað það við gestakomur, sem satt að segja eru allmargar hér í þessum yndislega sumarbústað. Og núna horfi ég á Skarðsheiðina út um gluggann, hlusta á fuglasönginn og næturvakt Guðna Más í útvarpinu (fuglarnir ögn háværari en blúsaði gamalrokkarinn sem er að reyna að syngja).
Hér verður nefnilega annað heimili mitt alla vega í sumar og frábær vinnustaður fyrir free lance sagnfræðing, tölvunarfræðing og blaðamann. Annars
Bæjarferð
27.6.2008 | 23:57
Einstakur maður í mikilvægu hlutverki
26.6.2008 | 21:16
Forseti A-Tímor verður mannréttindaeftirlitsmaður SÞ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.6.2008 kl. 10:22 | Slóð | Facebook
Brjáluð blíða í Borgarfirði - og Spánn að sigra!
26.6.2008 | 20:29
Hætti við áætlanir dagsins að áeggjan mömmu og ákvað að njóta sólarinnar. Fór upp í búðstað og sé ekki eftir því, himneskt veður og sólin nær óstöðvandi og þræddi sína leið milli nokkurra skýja sem voru stödd á himninum. Eftir smá legu í sólinni tók ég smá rispu í að bera á hús og pall, það er mjög ánægjulegt verk í sólinni. Núna voru Spánverjar að skora þriðja markið og ég ætla ekki að láta sem ekkert sé, en sendi ykkur fallegar myndir úr bústaðnum með sumarkveðju!
Til hamingju með stelpurnar okkar!
26.6.2008 | 19:48
Núna eigum við alla möguleika í heiminum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mjög í rétta átt
25.6.2008 | 14:33
Forskot Obama eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |