Forval sem mun skila góðri niðurstöðu - hver sem hún verður

Það yfirskyggir ýmislegt annað í tilverunni þessa dagana að taka þátt í forvali VG í Reykjavík. Í dag var kynningarfundur frambjóðenda, feikivel sóttur fundur og ég kom með mjög góða tilfinningu í sálinni eftir þennan fund. Stuttar kynningar og heilmikið spjall á eftir. Fullt af nýju fólki komið til liðs við okkur sem höfum verið vinstri græn frá upphafi, liðsstyrkur sem áreiðanlega mun skila sér á flottan framboðslista. Vissulega er ég að stefna á eitt af þremur efstu sætunum í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu og vona að ég fái brautargengi í það. En það er góð tilhugsun að vita að hvernig sem þessum 32 frambjóðendum yrði raðað á listann, þá fengjum við ekkert minna en dúndurlista úr úr því og í framhaldi af því vil ég sjá VG í ríkisstjórn áfram, helst sem leiðandi flokk!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA

Alltaf gaman að kíkja í kaffi á svona fundi

TARA, 1.3.2009 kl. 22:09

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband