Táragas 1971 - upplýsingar óskast

Tíminn í kringum árið 1971 var tími ýmissa átaka í samfélaginu, baráttu gegn Viet-Nam stríðinu, árin á undan hafði verið landflótti, meðal annars til Ástralíu, vegna atvinnuleysis. Vinstri sveiflan í samfélaginu felldi stjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins (forvera Samfylkingarinnar) - en svo vildi til að þetta var einmitt kosningaár.

Nú er staðan enn alvarlegri í samfélaginu, ástand sem fáir eða enginn hefur upplifað fyrr. Í nótt voru mikil átök og táragasi beitt, að því er sagt er í fyrsta sinn síðan 1971. Eftir smá flettingar um viðburði ársins 1971, sem var vissulega viðburða- og átakaár, þá get ég ekki fundið út af hvaða tilefni táragasi var beitt þá. Vitið þið betur?

Og svo segi ég bara: Til hamingju mótmælendur með árangurinn sem vonandi er að fara að koma í ljós!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Já nákvæmlega, ég hnaut um þetta líka..

hilmar jónsson, 22.1.2009 kl. 20:50

2 identicon

Einföld leit á timarit.is leiðir í ljós óvænta niðurstöðu.

Táragas var notað árið 1971 - ekki í tengslum við pólitískar mótmælaaðgerðir, heldur í vopnuðu ráni í versluninni Goðaborg við Freyjugötu þar sem innbrotsþjófurinn var svældur út með táragasi.

Mig grunar að þetta tiltekna innbrot sé öðrum þræði fyrirmyndin að senu í kvikmyndinni Skyttunum.

Stefán Pálsson 22.1.2009 kl. 21:07

3 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Táragas var notað á Siglufirði 1959 að mig minnir, mörg hundruð síldarsjómenn í landlegu mikil drykkja og læti, örfáir lögreglumenn réðu ekki við neitt.

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 22.1.2009 kl. 21:23

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Ja þetta vissi ég ekki. Hélt að táragas hefði einungis verið notað árið 1947

Fróðlegt.

hilmar jónsson, 22.1.2009 kl. 21:28

5 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

1949, ekki 1947 ;-)

Björgvin R. Leifsson, 22.1.2009 kl. 21:33

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ah, timarit.is - gott að vita. Var búin að finna þetta út með 1959 og Siglufjörð og svo auðvitað þekkir maður vel atburðina 30. mars 1949.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.1.2009 kl. 21:55

7 identicon

Við þetta má bæta að Agnar Kofoed Hansen lögreglustjóri, lét útvega tára og taugagassprengjur (ásamt viðeigandi sprengjuvörpum og ýmsum öðrum vopnum) í miðri Seinni Heimsstyrjöldinni. Þetta var svo fyrst notað á setuliðið í óeirðunum sem brustu út þegar sigur hafði unnist 1945.

Samningur sem Ísland fullgilti um efnavopn 1997 bannaði hinsvegar notkun taugagass svo ekki eru lengur til slíkar sprengjur hér á landi (allavega ef farið er eftir lögum) .

Pétur Guðmundur Ingimarsson 23.1.2009 kl. 02:31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband