Auðvitað var mamma þarna í miðri byltingunni

Var að spjalla við mömmu og auðvitað hafði hún mætt niður á Austurvöll í dag með háværa bjöllu í hönd (sem hún gaf öðrum mótmælanda þegar hún fór einhvern tíma um miðjan daginn). Við höfum farið saman og/eða skipt liði af og til í þessum mótmælum en ég ætlaði svo sem ekki að fara að ýta á hana að mæta fyrst aumingjaskapurinn í pestinni hjá mér hélt mér frá þessu. Spurning hvort annar ættliður sé niðurfrá núna eða ekki, spyr á eftir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flott mamma sem þú átt.

Dætrum mínum fannst ofboðslega krúttlegt að eiga mömmu sem hélt upp á afmælið sitt með því að mótmæla.

En dætur mínar eru reyndar ýmsu vanar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.1.2009 kl. 00:38

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Á auðvitað bara geggjaða fjölskyldu eins og þú og krakkarnir þínir! Og þú munt alltaf muna þetta afmæli og allir í kringum þig.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 21.1.2009 kl. 01:37

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Orðskýring, ef einhver skyldi velkjast í vafa: Geggjað er jákvætt, flott, æðislegt (sams konar orð en ekki eins of misskilið).

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 21.1.2009 kl. 01:39

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband