Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Skrambi gott skaup
2.1.2009 | 15:59
Skaupið í ár var með þeim betri að mínu mati. Hlýtur að vera vandaverk að skrifa skaup við þessar þjóðfélagsaðstæður. Facebook brandarinn var einlæglega kúl og pólitíkin tekin föstum tökum. Leikararnir hver öðrum betri, hér er kominn hinn fullkomni Geir, röddin var fullkomin, og Tjarnarkvartettinn var líka ótrúlega vel heppnaður. Margt hárbeitt - það er mikill kostur - og þótt ég hafi séð skaupið að hluta tvisvar (byrjunina aftur á Plús vegna smá tékks). Óska Silju og öllum hinum til hamingju - og hver hefði trúað því að Jón Gnarr gæti umhverfst í Pál Óskar. Þeir brandarar voru nöturlegir en hittu vel.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Skaupið var að mörgu leyti gott - en hvers eiga kratarnir að gjalda - það sást ekki mikið til þeirra í skaupinu.
Björgvin R. Leifsson, 2.1.2009 kl. 16:07
Mér fannst það frábært en er sammála BRL að það var lítið tekið á Samfó.
Tækifærin næg. En ég kvarta ekki, skemmti mér konunglega.
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.1.2009 kl. 16:14
Já mér fannst skaupið mjög gott þetta árið. Hlýtur að hafa verið erfitt að velja efni því af nógu var að taka.
, 2.1.2009 kl. 17:35
Mér fannst Dagur reyndar tekinn afskaplega vel, en það gleymist (blessunarlega) oft að hann er víst krati nú orðið. Held samt að það sé í landsmálunum sem þið eruð að sakna kratanna.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 2.1.2009 kl. 23:40
Jú, rétt, gleymdi Degi alveg, enda fer ekki mikið fyrir honum þessa dagana.
Björgvin R. Leifsson, 3.1.2009 kl. 02:59
Aprílrós, 3.1.2009 kl. 08:48