Þátttaka í þjóðaráfalli

Var að spjalla við vinkonu mína í gær. Ég komst að raun um að ég er enn dofin fyrir viðburðunum í samfélaginu, kannski af því ég var í svo vel vernduðu umhverfi hjá systur minni í Ameríku þegar áfallið skall á, líklegra þó að fleiri séu í sömu stöðu og ég. Ennþá á afneitunarstiginu kannski, og ekki komin á reiðistigið.

Mér líður svolítið eins og ég hafi upplifað náttúruhamfarir, margir lent í meira tjóni en ég, sumir í miklu meira, sumir í minna. En alla vega, þá eru þetta ekki náttúruhamfarir, það eina sem þetta á sameiginlegt við náttúruhamfarir er að það nær til hópa fólks, flestra landsmanna í þessu tilfelli. Í þessu tilfelli geta flestir (en ekki allir - og að því leyti er þetta frábrugðið náttúruhamförum) sagt að þeir beri enga ábyrgð á hamförunum.

Og það var það sem kom fram á fundinum í gær. Þarna var fullt af fólki sem gat sagt með sanni: Þetta snertir okkur - en þetta er ekki okkur að kenna. ,,Vil ekki þurfa að hreinsa upp skítinn enn einu sinni," sagði hún Sigurbjörg Árnadóttir sem bjó í Finnlandi þegar þeirra áfall dundi yfir. Það þurfti fall heilla Sovétríkja til að hrinda því af stað (ásamt meðvirkandi þáttum). Hér eru það bara fullkomlega óábyrgir útrásar,,víkingar" og aðgerðarlítil stjórnvöld sem bera ábyrgð á ástandinu.

viking

Ætla að hlusta á viðtalið við Vigdísi í kvöld - mér finnst sláandi sem ég hef heyrt úr þættinum - ,,auðvitað tek ég ástandið nærri mér" eða eitthvað á þá leið. Og það er einmitt það sem er svo auðvelt að finna í þessum orðum Vigdísar, hún er þátttakandi í þjóðaráfallinu.

Kemur ekki á óvart að tónlist og bækur seljast vel. Samfélagið er þegar orðið annað en það var. Að njóta listar er eitt af því sem skiptir meira máli í svona árferði, að njóta afþreyingar af sama toga. Lenti í því í nótt að geta ekki lagt nýjustu bók Arnaldar frá mér fyrr en ég var búin með hana. Úff, þetta er ein af hans bestu og skilur eftir sig ansi lúmska óvissu. Ekki á það bætandi í miðju þjóðaráfalli, en mæli samt eindregið með bókinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Aprílrós, 9.11.2008 kl. 19:59

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.11.2008 kl. 21:51

3 identicon

Treysti að pabbi verði búin með bókina og hún verði kannski á koddanum mínum þegar ég kem heim.

En ég held að ég sé komin skrefi lengra en þú í ferlinu. Ég er orðin reið, meiri segja alveg rosalega reið... og samt er ég ekki heima...

Jóhanna 9.11.2008 kl. 22:40

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég er að ýta bókinni að honum pabba þínum, eftir bestu getu. Svo þarf ég bara að passa uppá að hann týni henni ekki ;-)

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.11.2008 kl. 23:44

5 identicon

Takist þér að halda þér rólegri áfram, sem þér tekst vonandi, þá sýnist mér að það breytist þegar Hanna trítlar yfir þröskuldinn.  Kveðjur í nágrannasveitafélagið og til Ungverjó.

Helga 10.11.2008 kl. 00:45

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband