Í tilefni helgarinnar: BOND

Það væri vel við hæfi að hafa Bond-maraþon núna um helgina. Sá seinni helminginn af Live and let die í danska sjónvarpinu áðan, mér fannst Roger Moore alltaf skemmtilegur Bond og er frekar ein um það, húmor og trylltar senur, þótt þær séu heldur stilltari núna 30 árum seinna, en mig minnti. En alla vega, er að horfa á fyrstu Bond myndina með núverandi Bond (Casino Royale), ég vildi fá Clive Owen í hlutverkið, en var því miður ekki höfð með í ráðum. Þannig að við sitjum uppi með lítinn, eyrnastóran nagg sem hefur breytt Bond myndunum í góðar spennumyndir með litlum Bond-sjarma. En alla vega, gaman að horfa á spennumynd á laugardagskvöldi og tilbreyting frá daglegum fréttum. Við Ari sáum Casino Royale í bíói en ég er ekkert viss um að við gerum okkur ferð á þá sem núna er verið að frumsýna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Já Anna,  Moore gerði þetta nú alltaf með léttu glotti -sem var ekki slæmt. 

Er nú soldið sammála þér líka með  "litla eyrnastóra nagginn".

  Hefði þó ekki keypt Clive Owen, þar sem mér finnst hann alltaf einhvern veginn alveg við það að ropa...  Sem er ekki alveg nógu lekkert.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 2.11.2008 kl. 08:55

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hins vegar er ein alveg himnesk setning í Casino Royale, sem seint verður toppuð: Hverjum er ekki slétt sama hvort Martíníð er hrært eða hrist?!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 2.11.2008 kl. 12:44

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband