Hvað var ég að hugsa? Uppfærsla á fréttum um Clapton og Borgarfjörð

Þegar ég var búin að taka endanlega ákvörðun um að það myndi alls, alls ekki henta mér á fara á Clapton, og setja hugrenningar þar um á bloggið mitt, svona svo ég tryði því sjálf, þá heyrði ég svolítið á Rás 2 (hjá Heiðu, sem er bara ágætis útvarpsmanneskja). Upptalningu á lögunum sem hann ætlar að spila. Og hugurinn fór á fullt, gott ef tárin voru ekki farin að laumast í hvarmana, ég hringdi nokkur símtöl í heimilismeðlimi (sem bera ekki eins sterkar tilfinningar til þessarar tónlistar og ég, eða viðurkenna það ekki) og niðurstaðan er sú: AUÐVITAÐ FER ÉG Á CLAPTON - þótt það henti mér alls ekki á þessum tíma, margt sem veldur, þá veit ég bara ekki hvað ég var að hugsa! En alla vega, við förum þrjú úr fjölskyldunni á þessa eðaltónleika, ég kem héðan úr sveitinni, það verður bara að hafa það, sumir leggja á sig lengri ferðir, og það er ekki helsta fyrirstaðan. En ekki orð um það meir!

 

Það hellirigndi þegar ég fór úr bænum, dró heldur úr úrkomunni þegar ég kom í Mosó, dropaði í Borgarnesi en hér í Gljúfraborg hafði ekki komið dropi úr lofti. Núna er úrkoman komin hingað og ég vona að litlu, sætu blágresisfræin mín kunni að meta það. Mamma varð að samferða mér í bæinn og fullyrti að henni þætti rigningin bara góð. Reyndi að vera eins fljót og ég gat að útrétta (nýr straumbreytir breytti gamla prentaranum mínum sem er kominn upp í sumarbústað í tryllitæki á nýjan leik, en þetta fæst ekki á hverju horni).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Jú þú varst með allan hugann hjá honum Clapton  Síðan sástu að ég hafði farið á Clapton tónleika svo þú ákvaðst að það gengi nú ekki að vera eftirbátur í þessu.  svo nú verðum við jafnar

Skemmtu þér konunglega Anna mín   Þetta er allt í gríni. Kvöldið verður gleðilegt

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 7.8.2008 kl. 19:05

2 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Það er víst ekki hægt að spila vidíóið hér að ofan

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 7.8.2008 kl. 19:07

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég hlakka alveg rosalega til. Takk fyrir ábendinguna, ég set inn annað vídeó, sem er hægt að spila.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 7.8.2008 kl. 19:18

4 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Hvað er þetta, getur það bara verið að það sé ekki hægt að spila þetta heldur eða er einhver draugur í skjánum mínum ?

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 7.8.2008 kl. 19:30

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þarftu ekki bara að hækka hljóðið á spilaranum sjálfum? Það er neðst til hægri á eftir stikunni.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 7.8.2008 kl. 19:37

6 Smámynd: Jens Guð

  Mannstu hvaða lög Heiða taldi upp?  Ég er aðallega forvitinn að vita hvort hann tekur einhver Robert Johnson eða Leadbelly lög?

Jens Guð, 7.8.2008 kl. 21:16

7 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Jú stelpan veit nú hvernig á að hækka hljóðið. Hún er nú ekki alveg út að aka.

Þetta sat einhvað fast. Hljóðið er komið.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 7.8.2008 kl. 21:32

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Gott að hljóðið er komið. Jamm, þá er það Clapton. Heiða taldi upp fullt af lögum en það sem felldi mig voru Cream lögin og Derek and the Dominos lögin, þá var ég gersamlega ákveðin í að fara ... og hefði auðvitað átt að vera það allan tímann. Hann á auðvitað svo mikinn fjölda góðra laga frá ferlinum og ég er ekkert viss með Leadbelly lög, finnst að samt líklegt, en ekki veit ég með Robert Johnson.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 7.8.2008 kl. 21:41

9 Smámynd: Linda litla

Þú átt eftir að skemmta þér vel, það er nokkuð ljóst.

Linda litla, 8.8.2008 kl. 11:34

10 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Góða skemmtun og njóttu vel. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 8.8.2008 kl. 18:02

11 Smámynd: Dunni

Veistu það Anna að ég vi-ona vo innilega að þú hafir haft ánægju af tónleikunum.  Han var í Bergen á dögunum og mér voru boðnir miðar á tónleikana.En ég gat bara ekki hugsað mér það.

Af hverju það, spyrja margir.  Og svarið er einfalt. Síðastliðin 10 - 15 ár hefur mér fundist karlinn bara slappur og leiðinlegur. Hann er að taka suma af gömlu góðu slögurunum en það er bara ekki eins og það var. Það vantar líf í "old Clapper" Ég held ég eigi ca 95% af öllu opinberu efni sem karlinn hefur gefið út á vinil og cd.  Í dag spila ég nánast bara Cream, Blind Faith og Derek & The Dominos efnið. Það sem kom eftir það er bara leiðinlegt utan eitt og eitt lag á einstaka plötu.

Hann er reyndar með fanta gott band núna. Chris Stainton og Willy Weeks eru frábærir. En Andy Fairweater Low er fjarri góðu gamni og þá vantar mikið.

Ég sá kappann í The Royal Alpert Hall 1993. Þá var ég svo heppinn að hann hafði nokkra af mínum eftirlætis hljóðfæraleikurum með sér á sviðinu. Andy og Chris að sjálfsögðu svo og Steve Gadd á trommur og Donald D. Dunn á bassa.  Eftir því sem mér er tjáð eru það bestu tónleikar gítarhetjunnar síðastliðin 10 ár ásamt endurvakningu Cream á sínum tíma.  Ég var heppinn. Stálheppinn og lifi enn á því

En þeir sem aldrei hafa séð Clapperinn eiga alls ekki að láta tónleikana fram hjá sér fara.  Það verður aldrei af honum tekið að hann er einn albesti gítarleikari af okkar kynslóð.

Góða skemmtun

Dunni, 8.8.2008 kl. 19:03

12 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk öll. Danni, þetta voru fantatónleikar og bandið hans er brilljant. Ég er sammála um að Cream, Derek & the Dominos og að vissu leyti Blind Faith líka, eru hátindar á ferli hans, en engu að síður líkar mér vel við það hversu mikið hann leitar í blúsuppruna sinn núna. Þessi tónleikar heppnuðust sem sagt alveg hörkuvel og ég tímdi ekki einu sinni að fara í röðina og fá mér vatn (þar var líka góð stemmning) - vildi bara vera þar sem ég sá til gamla goðsins, sem hefur, þrátt fyrir að þú hafir eflaust rétt fyrir þér að hluta til, gert marga góða hluti núna í seinni tíð. Annars forðast ég að fara á tónleika þar sem gömlum böndum er ruslað saman á nýjan leik (þótt sumt af því takist vel) og fer ekki á tónleika með gömlu goðunum mínum nema þau hafi starfað óslitið að list sinni. Þannig missti ég af endurkomutónleikum Deep Purple hér á Íslandi af þessum ástæðum, sá þá á hátindinum 1973 í Laugardalshöll. Hins vegar sá ég Cohen þegar hann kom hingað, enda voru þeir tónleikar hluti af einni bestu tónleikaferð hans.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.8.2008 kl. 15:59

13 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ætlaði að skrifa Dunni en ekki Danni, en það skilst ábyggilega.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.8.2008 kl. 15:59

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband