Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 575853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Búdapest - Borgarfjörður - myndir á leiðinni ... (trúi því varla að það sé hálka á Mýrdalssandi)
22.6.2008 | 14:14
Það var gaman í Búdapest í gær en nú er ég komin upp í Borgarfjörðinn og horfi á himneska fjallasýn og jöklana mína fimm. Þessi fjölbreytni í tilverunni á óneitanlega vel við mig. Nú ætla ég að fara að henda inn í myndum og láta það malla á meðan ég gríp í vinnu eða hendi mér út á vindsæng ef sólin ákveður að vera hérna hjá mér. Meira fljótlega (held ég).
Heyrði í útvarpinu áðan að það vær snjókoma og hálka á Mýrdalssandi. Trúi því varla, en ég er komin heim!
Hér er fyrsta myndin, við mæðgurnar á kastalahæðinni í Búdapest í gær:
Flokkur: Ferðalög | Breytt s.d. kl. 15:14 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
Velkomin heim. Ég trúi því nú eiginlega ekki heldur að hálkan sé á Mýrdalssandi! hefði trúað því ef hún hefði verið sögð vera á Öxnadalsheiði. Það er nefnilega frekar svalt hjá okkur Norðanfólki í dag.
Anna Ólafsdóttir (anno) 22.6.2008 kl. 14:23
Takk, ég trúi því hvorki að ég sé komin heim né að það sé hálka, en ég man samt eftir Jónsmessuhretinu hér um árið, þannig að allt getur gerst.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.6.2008 kl. 15:04
Velkomin heim, elsku Anna mín. Vona að þú hafir það himneskt í bústaðnum, svalirnar mínar eru eiginlega of heitar núna, líklega svipað hjá ykkur ... Hlakka til að sjá þig, vonandi sem fyrst.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.6.2008 kl. 15:48
Takk Gurrí mín, gott að þú fékkst gott veður, hér í uppsveitum hefur verið skýjað seinni partinn, sem er gott fyrir útreiðarnar sem Ari er í, en ágætt fyrir mig, sem hef verið að snyrta aðeins til hér í bústaðnum og svo að slappa af. Hef fengið góðan skammt af sól að undanförnu.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.6.2008 kl. 18:40
Velkomin heim, ég skrapp austur undir Eyjafjöll um helgina, þar var ekki hálka, heldur þetta dýrindis veður :)
Ester Sveinbjarnardóttir, 22.6.2008 kl. 21:34
Velkomin heim á frón aftur..... er ekki komið sumar á Mýrdalssandi ??
Linda litla, 23.6.2008 kl. 01:27
Nú HLÝTUR sumarið að vera komið, líka á Mýrdalssandi.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.6.2008 kl. 11:45