Kröftum safnað fyrir næstu törn - og hálfkalt, enda bara 20 stiga hiti

Þá er búið að safna kröftum fyrir næstu törn, sem byrjar í dag. Lítið unnið og lesið í gær, þó tókst Hönnu að lesa eitthvað meðan ég verslaði í matinn og gerði verðkönnun á prenturum. Hér er hægt að fá einfalda svarthvíta prentara niður í 3.500 krónur og okkur vantar einmitt einn slíkan (splæsum eflaust í 5000 króna prentara). Litaprentarinn hennar Hönnu er orðinn ansi lúinn, svona svipað og minn gamli heima, en getur samt séð um skann og myndaprentun með ágætum og í raun allt nema prentun af því tagi sem ég þarf stundum að grípa til við mín verkefni. Ekki reynt á það enn, enda bara búin að vera hér í viku.

Eins og í góðum ferðum til útlanda hefur tíminn flogið hratt en samt margt búið að gerast í hversdagslífinu. Er reyndar hrifnust af því hvað það er gott vinnuandrúmsloft hér, miðað við tilgang ferðarinnar. Og hitt sem er hagstætt er afburðagott gönguveður, nema rétt þegar við lendum í úrfelli,en það hefur bara gerst einu sinni. Hálf-kalt núna, bara um 20 stiga hiti, en það batnar aftur fljótlega. Þangað til er bara að klæða sig vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband