Meistaraprófsvörn í miðjum skjálfta

Það var enginn skjálfti í mér þegar stóra stundin rann upp í dag og ég átti að verja meistaraverkefnið mitt á miklum Meistaradegi verkfræðideildarinnar. Þegar 45 mínútur voru liðnar af fyrirlestrinum og ég var í þann veginn að hætta, vildi samt komast í friði gegnum seinustu glærurnar, fór hús verkfræðideildar að skjálfa af talsverðum sannfæringarkrafti. Ég ætlaði nú ekkert að skipta mér af skjálftanum og hélt bara áfram, en þegar hann dróst á langinn kunni ég ekki við annað en að láta vita að ég hefði líka tekið eftir honum og liti á þetta sem ábendingu til mín að ljúka máli mínu, svona um leið og ég setti seinustu glæruna upp. Minnir mig aðeins á vinkonu mína sem heyrði í almannavarnarflautunum og hrópaði upp yfir sig: Guð, ég á eftir að borga Visa-reikninginn minn!

En þetta var sem sagt eftirminnilegur dagur, í meira lagi. Þessu langa og oft stranga námi lokið og fyrirlesturinn gekk afskaplega vel. Þannig að ég er farin að finna það vel að þessum kafla í tilverunni er að ljúka, blessunarlega eftirminnilega. Það verður ekki erfitt að muna hvenær þessi atburður átti sér stað. Hef reyndar áður upplifað að vera í mynd í miðri ræðu þegar skjálfti reið yfir, en hann var aðeins minni en þessi.

Nú er bara að vona að fólkið sem raunverulega fann fyrir skjálftanum fái sem fyrst ró og sálarfrið, því það er áreiðanlega það sem helst þarf að biðja um, að fólki fari að líða betur en það hlýtur að finna fyrir núna. Þetta er merkilegt land sem við búum í og ekki hægt annað en bera virðingu fyrir því. Viðurkenni að mér hefur alltaf þótt smá spennandi að upplifa skjálfta, en það er auðvitað af því ekkert erfitt hefur hent mig og mína í þeim efnum. Ég tek líka undir með konunni ljúfu á sjúkrahúsinu á Selfossi sem minnti á þá í Kína sem eiga um sárt að binda núna. Falleg hugsun. 

Ann-ríkinu er annars ekki lokið, nú taka við tveir ferðadagar og áframhaldandi annríki, þannig að ég kem til baka til bloggheima um leið og ég þykist hafa tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Til hamingju með áfangann nafna!

Anna Karlsdóttir, 29.5.2008 kl. 21:04

2 Smámynd: Steinn Hafliðason

Áhrifaríkur fyrirlestur hjá þér, til hamingju með áfangann

Steinn Hafliðason, 29.5.2008 kl. 21:44

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Til hamingju, elsku dúllan mín.

Guðríður Haraldsdóttir, 29.5.2008 kl. 21:58

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk öll, þetta verður ávallt ógleymanlegur dagur!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 29.5.2008 kl. 22:23

5 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Innilega til hamingju með þennan áfanga Anna mín og njóttu nú frelsisins að þetta skuli loksins vera að baki

Annars get ég upplýst þig um að það er ekkert gott að lenda í skjálfta sem þessum.....við mútta vorum á Selfossi í dag og skulfum all hressilega.  Fer að halda að þessir skjálftar elti mig því ég lenti í þeim báðum árið 2000 og hrökk við í langan tíma á eftir ef eitthvað titraði eða hreyfðist   Nú virðist ég hafa náð tveimur í einu ef marka má hugmyndir að skjálftarnir í dag hafi í raun verið tveir!

Kveðjur í Blátúnið

Vilborg G. Hansen, 29.5.2008 kl. 22:46

6 Smámynd: Linda litla

Til hamingju með þetta Anna mín, hafðu það gott  dúlla.

Linda litla, 30.5.2008 kl. 00:28

7 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Hamingjuóskir til þín.  Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 30.5.2008 kl. 01:08

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk öll. Þetta var mjög magnað allt. Sit úti í flugstöð og var rétt að hitta Ólaf Helga sýslumann (sem er EKKI að fara úr landi, heldur fylgja fólki eða taka á móti, átti samt að vera að fara eitthvert). Hann er auðvitað á vaktinni núna, eins og gefur að skilja. Gamall skólabróðir og enn meiri Stones aðdáandi en ég, og er þá mikið sagt. Hann tekur undir með þér, Villa, að þetta hafi verið mjög áhrifamikil reynsla.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.5.2008 kl. 06:38

9 Smámynd: Einar Indriðason

Til lukku með fyrirlesturinn, þó svo að byggingarverkfræðingar hafi verið að derra sig á síðustu glærunni.

Einar Indriðason, 30.5.2008 kl. 09:19

10 identicon

Hæ  hæ elsku Anna

Innilega til hamingju með þennan stórkostlega áfanga!
Kær kveðja

Hlíf

Hlíf 30.5.2008 kl. 11:18

11 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Til hamingju með áfangann

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 30.5.2008 kl. 13:17

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju mín læra.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.5.2008 kl. 14:48

13 identicon

Þúsund sinnum til hamingju nafna -  Og BTW: þú getur verið viss um að hversu fjarskyldur sem áheyrandinn var mun hann aldrei gleyma fyrirlestrinum þínum

Anna Ólafsdóttir (anno) 31.5.2008 kl. 18:28

14 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk, takk öll, þetta var ógleymanlegt allt saman.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 1.6.2008 kl. 09:59

15 identicon

Sæl Anna mín.

Hjartanlega til hamingju með að ljúka þessu. Ég hef heyrt um magnaða ræðumenn sem fá fólk til að skjálfa á beinunum, en þú slærð þeim öllum við. Ég bið að heilsa öllu þínu fólki og vona að við sjáumst nú fljótlega. Ef þú ert á leiðinni norður í sumar væri gaman að sjá þig. Það er nóg af gistirými á Ási!!!

Kær kveðja frá Dögg.

Dögg 5.6.2008 kl. 06:12

16 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Já, það var fjör í skjálftanum, mér skilst reyndar að það sé ekkert góður svefnfriður í Hveragerði ákkúrat núna, en hins vegar hljóta prísarnir að vera hagstæðir. Og ég er svo sannarlega tilbúin að fara að hitta liðið mitt! Þegar ég verð komin frá Ungverjalandi þá hóa ég saman mínu góða gengi.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 5.6.2008 kl. 22:17

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband