Besta aprílgabbið og sannleikurinn

Besta frásögn af aprílgabbi sem ég hef heyrt var í kaffitíma á Sámsstöðum í Fljótshlíð, þar sem einn af ágætum samstarfsmönnum frá RALA sagði skemmtilega sögu af aprílgabbi á BBC þegar sagt var frá því að spaghetti-uppskeran á Ítalíu hefði brugðist. Samkvæmt sögunni áttu Bretar að hafa flykkst í verslanir til að hamstra spaghetti. Hmmm, góð saga, sem fór víða, meðal annars með viðkomu í göngunum í Oddskarði, en það er nú önnur saga. Í dag heyrði ég getið um þessa sögu í Víðsjá eða einhverjum viðlíka þætti, og þá var þetta orðið mun meinlausari saga, ekkert hamstur og spaghetti-ið ræktað í Sviss. Svo ég þurfti auðvitað að googla þetta og því miður var sviplausari sagan réttari. Sjá hér. Eins og tengdapabbi sagði stundum: Maður á aldrei að skemma góða sögu með sannleiksást ;-)

_38910395_spaghetti238

En svona er þetta nú samt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

hahaha snilld.

Linda litla, 2.4.2008 kl. 09:05

2 Smámynd: Steinn Hafliðason

Þetta er bara vel unnin frétt

Steinn Hafliðason, 2.4.2008 kl. 10:20

3 Smámynd: Ólöf María Brynjarsdóttir

Já góð saga á aldrei að gjalda sannleikans og þessi var sannarlega góð

Ólöf María Brynjarsdóttir, 2.4.2008 kl. 12:36

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frábært.  Haha.  Ég hefði getað fallið fyrir þessu, enda fljótfær með afbrigðum.  Knús Anna mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.4.2008 kl. 13:03

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þetta er nauðsynlegt krydd í tilveru okkar.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 2.4.2008 kl. 15:10

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband