Leikhús, leikhús, hvar hef ég (eiginlega) verið?

Það er alltaf svo óskaplega gaman að fara í (gott) leikhús. Núna er ég búin að fara á tvær ólíkar en virkilega góðar sýningar í sama mánuðinum og hugsa: Af hverju fer ég ekki oftar í leikhús? Þar sem ég hef þegar útlistað það samviskusamlega hér á blogginu, þá eru ekki fleiri orð um það. En ég get alla vega sagt að sýningin sem ég sá í kvöld var góð, reyndar svo margsluning og efnismikil að það liggur við að mig langi að sjá leikritið aftur, seinna. Segi ykkur meira um þessa sýningu seinna, af sérstökum ástæðum læt ég þetta duga í bili. Spennan magnast.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvaða sýning var þetta?  Alveg óþarfi að láta mann hanga í óvissunni.

Knús

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.3.2008 kl. 08:12

2 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Síðasta sýning sem ég sá heima var Edith Piaff sem mér fannst mjög góð. Við förum oftar á tónleika en í leikhús og nú síðast á St.Patricks day og sáum Írska tónleika í tilefni dagsins með fallegum Írskum þjóðlögum og "brilliant" fiðluleik.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 27.3.2008 kl. 16:21

3 Smámynd: Linda litla

Mig langar svo að sjá kommúnuna.

Linda litla, 27.3.2008 kl. 16:27

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Kommúnan er æði. Ég fór hins vegar í gær á aðalæfingu á Engisprettum og ætla að fjalla betur um hana þegar búið er að frumsýna, kann ekki alveg við að þjófstarta ;-)

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.3.2008 kl. 17:56

5 identicon

Mæli með Kommúnu í Borgó...

Reykelsi, friður, og frábær uppsetning Vesturports...

Yndisleg stund, frábær upprifjun og voða skemmtilegt að sjá gömlu hippana úr borgarlífi okkar fjölmenna þarna, en núna í jakkafötum og hárið vel farið að þynnast, (bæði hjá körlum og konum sjáðu)..

Mæli með að Jennslan láti sig ekki vanta þarna, .. Mary Quant auka-augnahár og fjólubláa dressið síðan í old days myndi rokka feitt.

Þó líði ár og öld!

Æðislega gaman og algjör unaður að sjá erlendu leikarana , Gail (Salvadaor) er frábær!

Raaaagggggiiiiiiiii....

Valdís 27.3.2008 kl. 21:01

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband