Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 79
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Leikhús, leikhús, hvar hef ég (eiginlega) verið?
27.3.2008 | 01:09
Það er alltaf svo óskaplega gaman að fara í (gott) leikhús. Núna er ég búin að fara á tvær ólíkar en virkilega góðar sýningar í sama mánuðinum og hugsa: Af hverju fer ég ekki oftar í leikhús? Þar sem ég hef þegar útlistað það samviskusamlega hér á blogginu, þá eru ekki fleiri orð um það. En ég get alla vega sagt að sýningin sem ég sá í kvöld var góð, reyndar svo margsluning og efnismikil að það liggur við að mig langi að sjá leikritið aftur, seinna. Segi ykkur meira um þessa sýningu seinna, af sérstökum ástæðum læt ég þetta duga í bili. Spennan magnast.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Af mbl.is
Erlent
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Hvaða sýning var þetta? Alveg óþarfi að láta mann hanga í óvissunni.
Knús
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.3.2008 kl. 08:12
Síðasta sýning sem ég sá heima var Edith Piaff sem mér fannst mjög góð. Við förum oftar á tónleika en í leikhús og nú síðast á St.Patricks day og sáum Írska tónleika í tilefni dagsins með fallegum Írskum þjóðlögum og "brilliant" fiðluleik.
Erna Hákonardóttir Pomrenke, 27.3.2008 kl. 16:21
Mig langar svo að sjá kommúnuna.
Linda litla, 27.3.2008 kl. 16:27
Kommúnan er æði. Ég fór hins vegar í gær á aðalæfingu á Engisprettum og ætla að fjalla betur um hana þegar búið er að frumsýna, kann ekki alveg við að þjófstarta ;-)
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.3.2008 kl. 17:56
Mæli með Kommúnu í Borgó...
Reykelsi, friður, og frábær uppsetning Vesturports...
Yndisleg stund, frábær upprifjun og voða skemmtilegt að sjá gömlu hippana úr borgarlífi okkar fjölmenna þarna, en núna í jakkafötum og hárið vel farið að þynnast, (bæði hjá körlum og konum sjáðu)..
Mæli með að Jennslan láti sig ekki vanta þarna, .. Mary Quant auka-augnahár og fjólubláa dressið síðan í old days myndi rokka feitt.
Þó líði ár og öld!
Æðislega gaman og algjör unaður að sjá erlendu leikarana , Gail (Salvadaor) er frábær!
Raaaagggggiiiiiiiii....
Valdís 27.3.2008 kl. 21:01