Ferming í fjölskyldunni og lausar skrúfur

Við Ari eigum alveg rosalega stóra fjölskyldu, reyndar aðallega hans megin. Flest árin er þvi verið að ferma einhver börn okkur nákomin. Á þessu ári held ég þó að það sé aðeins ein ferming, en reyndar frétti ég hlutina oft seinust, þannig að allt er mögulegt í þem efnum. Kjartan systursonur minn er sem sagt að fara að fermast í dag.

Fermingargjöfin frá okkur frænkunum og fjölskyldum var löngu skipulögð og keypt loksins í gær, en afgreiðslumaðurinn í tölvubúðinni bauðst (mjög vingjarnlega) til að setja saman það sem þurfti af gjöfinni (sem ekki er gefið upp hver er). Þegar heim var komið og farið að huga að gjöfinni hafði blessaður drengurinn ekki gert þetta betur en svo að skrúfur vantaði og gripurinn skrölti. Nokkrar mínútur síðan búðinni var lokað og ekkert svar símleiðis. Ekki opin á morgun. Illt í efni. Byko og Elko og alls konar -ko selja ekki svona skrúfur. En með því að ráðast á aldna heiðurstölvu innanhúss er nú loks búið að bæta úr þessum lausu skrúfum. Hjúkk, leiðinlegra ef það hefði ekki gengið upp.

Og svo er bara að mæta í veisluna á eftir, alltaf gaman að sjá fólkið sitt og fermingarbarnið auðvitað í aðalhlutverki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hér er fólk greinilega með ráð undir rifi hverju.

Til hamingju með fermingarbarnið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.3.2008 kl. 14:37

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

til hamingju með systursoninn !

Blessi þig á sunnudagskvöldi.

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.3.2008 kl. 17:17

3 Smámynd: Linda litla

Til hamingju með frændann.

Gott að þið gátuð reddað ykkur skrúfum, annars er ég alltaf með lausar skrúfur. hehhehe

Linda litla, 9.3.2008 kl. 19:49

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Til hamingju með stráksa.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.3.2008 kl. 22:32

5 Smámynd: Brynja skordal

Til hamingju með frændan og gott að gjöfin reddaðist í tæka tíð

Brynja skordal, 10.3.2008 kl. 00:55

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk allar, frændi var auðvitað stórglæsilegur, spilaði á klarinett fyrir gesti ásamt frænda sínum, enda efnilegur í tónlistinni.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 10.3.2008 kl. 11:31

7 identicon

ég heyrði dásamlega speki í útvarpsviðtali um daginn. Hún var svona: Veistu hvað fólk með lausa skrúfu vantar? ...

Innri ró 

Ég efast ekki um að þú hefur mikið af hennirþannig að lausar skrúfur eru og verða örugglega aldrei vandamál hjá þér

Anna Ólafsdóttir (anno) 10.3.2008 kl. 21:42

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Sem sannur tvíburi þá á ég bæði fullt af innri ró og lausum skrúfum, ekki alltaf samtímis þó. Innri róin bíður þó alltaf í verkfæraskúffunni.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 10.3.2008 kl. 21:52

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband