Himnesk vetrarfegurð!

Dagurinn í dag er einn sá fallegasti í vetur og þar sem veðrið var líka yndislegt þá var ekki hægt að standast þá freistingu að fara í langa og góða gönguferð um nesið mitt bjarta. Leit við í hesthúsunum og hitti Snorra og Gunna vini mína, og svo kom hann Ari minn og búinn að járna einn hest í viðbót. En myndir segja meira en nokkur orð.

Tré nágrannanna

 

 

 

 

 

 

 

Hestamenn í útreiðatúr meðfram Bökkunum

 

 

 

 

 

 

 

Suðurnesið á móti sól

 

 

 

 

 

 

 

Hestarnir í gerðinu

 

 

 

 

 

 

 

Að koma heim í Blátúnið

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fallegar stemningsmyndir. Gott fyrir úttaugaða sál sem ekki þolir spennuna í handboltanum.

Anna Ólafsdóttir (anno) 20.1.2008 kl. 17:40

2 Smámynd: Blátúnsfólkið

Já, ekki veitir af. Dóttir mín í Ungverjalandi hefur ekki einu sinni taugar til að skoða myndirnar, enda enn ákafari landsliðsaðdáandi en ég.

Blátúnsfólkið, 20.1.2008 kl. 17:58

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hmm, þetta hérna að ofan átti reyndar að vera færsla frá mér, en sennilega föst í einhverri sessjón á nýja blogginu mínu, sem verður helgað sögu Álftaness. Sjá hvort ég er komin inn í eigin nafni eða ekki.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.1.2008 kl. 18:00

4 identicon

Svo þú fórst út að ganga í fallega veðrinu. þá veit ég af hverju þú svaraðir ekki símanum þegar ég ætlaði að fá hjá þér stystu mögulegu útgáfu af því sem er að gerast í Framsóknarflokknum.  

Helga 20.1.2008 kl. 18:01

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Einmitt, sem betur fer hef ég ekki hugmynd um hvað er að gerast í Framsóknarflokknum, sumt vill maður ekki vita.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.1.2008 kl. 18:40

6 identicon

Þú verður að fá framsóknarsögunna, það virðist vera eitthvað skemmtilegt að gerast í framsókna og það er alltaf gaman að fylgjast með karlkyns dramadrottningum...

Hanna....

P.s. leikurinn verður ekki ræddur og er hér með útræddur... Það er allt sem ég hef um þennan leik að segja... Ég var meiri segja farin að læra yfir honum og þá er nú mikið sagt...

Jóhanna 20.1.2008 kl. 19:55

7 Smámynd: Linda litla

Flottar myndir hja þer

Linda litla, 20.1.2008 kl. 21:43

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk, þá hefur mér tekist að fanga daginn eins og hann kom mér fyrir sjónir, svo fallegur og góður.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.1.2008 kl. 22:22

9 Smámynd: Steinn Hafliðason

Var upp í sveit um helgina og það var meiriháttar að sjá fagurhvítt landið liðast fram sveitina í léttum skafrenningi eins og lygnt stórfljót.

Steinn Hafliðason, 21.1.2008 kl. 12:58

10 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Svona fallegir dagar geta sett lífið í annað samhengi, fegurð náttúrunnar er ólýsanleg.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 21.1.2008 kl. 21:37

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband