Þverpólitísk samstaða staðfestir fljótaskrift

Þverpólitísk samstaða um málið, segir í fréttinni, og það eru kannski stóru fréttirnar. Flestum (ekki öllum, sé ég á bloggathugasemd) er farið að skiljast að hér var hreinlega ekki farið rétt að og hvað svo sem fólk vill sjá sem endanlega niðurstöðu þá verður að fara rétt að. Umræðan um stefnumörkun, kosti og galla þeirra leiða sem fara má, á eftir að fara fram. Ekki má gleyma því að hér er verið að fara með almannafé og eignir almennings. Þetta er stórt mál eins og sést á því hvaða stjórnmálaafleiðingar það hafði í för með sér. Kvíði ekki framhaldinu, það er stórmannlegra að viðurkenna mistök en að hanga á þeim eins og hundur á roði.
mbl.is Borgarráð samþykkir að hafna samruna REI og Geysis Green
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

"...hreinlega ekki farið rétt að"  Hvað var rangt?  REI er nákvæmlega sami hlutur og t.d. Landsvirkjun og RARIK hafa verið að gera.  Allar ákvarðanir voru teknar á löglegan hátt af stjórn OR (sem var skipuð þessu sama fólki og fulltrúum þess).

Þetta eru skelfileg mistök stjórnmálamanna sem þurfa að bjarga eigin skinni vegna þess að þeir hafa notað mun stærri orð en nokkur ástæða hefur verið til.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 1.11.2007 kl. 12:14

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Tvennt sem ekki er hægt að verja, að taka ákvörðun án fullnægjandi kynningar á efnisatriðum og forsendum og að halda mikilvægan fund án réttar fundarboðunar. Það fyrrnefnda er óyggjandi en ég ætla að leyfa dómstólunum að skera úr um hið síðarnefnda.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 1.11.2007 kl. 12:54

3 Smámynd: Einar Jón

Siggi: Ég veitt ekki hvort þú hefur tekið eftir því en það er þekkt "vandamál" að sumir stjórnmálaflokkar hafa reynt að hraða málum í gegnum þingið með flýtimeðferð án fullnægjandi kynningar. Almenningi hefur oftar en ekki blöskrað (lífeyrisréttindi þingmanna, fjölmiðlafrumvarp o.s.frv.) en stundum fréttist þetta ekki fyrr en það var orðið að lögum.

Það er ástæðan fyrir því að þörf er á viku fyrirvara fyrir stjórnarfund - það þarf tíma til að fara yrir málin. Það skiptir ekki máli hvort allir mættu og samþykktu, fundurinn sjálfur var ekki löglegur svo að allt sem gerðist á honum er dautt og ómerkt.

Einar Jón, 1.11.2007 kl. 15:07

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband