Stærðfræði
11.9.2007 | 00:56
Mér finnst stærðfræði ótrúlega skemmtileg, en fyrir manneskju sem hætti að læra stærðfræði í skóla 17 ára gömul og var þá komin með stúdentspróf í stærðfræði allt í einu, er ótrúlega strembið að taka upp þráðinn meire en 30 árum seinna. Það gerði ég nú samt og er núna að reyna að finna mér tíma til að sinna þessum lokaspretti í náminu af meiri krafti en tími virðist gefa mér færi á. Hélt það dygði að fara niður í hlutastarf, en bara þessa viku þá sé ég ekki betur en ég verði komin upp í 100% (nema auðvitað í kaupi) á annarri viku tilraunarinnar til að finna meiri tíma fyrir skólann. Þetta dugar auðvitað ekki!
Skrýtin þessi afstaða til kvenna og stærðifræði sem var við lýði þegar ég var í menntó. Við í stelpubekknum í 4. bekk voru látnar læra einhverja afgamla bók hjá áhugalausum og á köflum afskaplega pirrðum kennara. Skilaboðin voru óþarflega skýr, fyrst þið stelpur veljið ekki stærðfræðideild (sem kannski fimmtungur stelpnanna í menntó gerði), þá er eins gott að þið hættið að kássast upp á þennan innvígða heim. Eftir að hafa átt stærðfræðina sem annað af tveimur uppáhaldsfögum í gagnfræðiaskóla var synd að missa af lestinni en ég finn að ég er öll að hressast. Kúrsinn sem hann Stebbi bróðursonur minn hreinlega bar mig í gegnum þannig að ég rétt skreið á prófinu er núna hinn þægilegasti (því auðvitað er ég að endurtaka hann, sætti mig ekki við þá einkunn sem ég skreið með þótt hún væri kraftaverk á sínum tíma). Annar öllu erfiðari er svona álíka og þessi var mér á fyrsta ári þessa náms, sem ég held bara að ég sé að fara að klára ;-) Reyndar eftir að heyra hvort ég er ekki örugglega á réttri leið með lokaverkefnið, það er stærsti óvissuþátturinn. En stærðfræðin rokkar, alla vega svolítið.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook