Gamla, góða Vikuliðið mitt

Við hittumst í gærkvöldi, gömlu, góðu vinnufélagarnir frá Vikunni 1980-1985. Það var eins og við hefðum hist í gær, varð einu okkar að orði, og þannig er það með sanna og góða vini. Þótt tilefnið hafi verið af þyngra taginu, fráfall Jóns Ásgeirs okkar, þá voru þetta góðir endurfundir. Við höfum hist af og til en óvenju langt síðan við hittumst seinast, en stundum er vinátta þannig að hún endist ævina og þannig er það með Vikuliðið góða.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Get alveg ímyndað mér að það hafi verið gott að hitta þetta frábæra fólk þótt tilefnið hafi ekki verið gleðilegt. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.8.2007 kl. 12:22

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég á líka nokkra vini sem ég hitti alltaf í gær þó svoað við höfum ekki hisst í árin

AlheimsLjós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.8.2007 kl. 13:49

3 Smámynd: Jens Guð

  Ég var með "poppþátt" í Vikunni einhvertímann á þessum árum.  Kannski ´83 eða ´84.  Man ekki hver var ritstjóri blaðsins þá eða hvað það varði í langan tíma.   

Jens Guð, 21.8.2007 kl. 23:44

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Góð vinátta er alltaf mikils virði. Ég verð að fara að fletta gömlum Vikum við tækifæri, held að það hafi verið snemma á þessu tímabili eða stutt sem poppþátturinn var við lýði í þessari mynd. Það voru ýmsir innan ritstjórnar kallaðir í þessum poppmálum og alltaf ákveðin ásókn í að taka svona þætti af umsjónarmönnum sem voru free-lance og oft mun hæfari til að fjalla um popp en við innan ritstjórnarinnar, þótt við værum frábær. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.8.2007 kl. 01:03

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband