Frídagur verslunarmanna framundan, þegar allir eiga frí nema verslunarmenn

Frídagur verslunarmanna framundan, þegar allir eiga frí nema verslunarmenn. Mér finnst það alltaf svolítið skrýtið ;-)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

FJARÐARKAUP í Hafnarfirði hefur lokað n.k. laugardag og mánudag og þannig hefur það verið undanfarin ár ef ég man rétt.  Þessi verslun virðir frídaga  og kann ég vel að meta það og stilli þá innkaupa-tíma mínum inn á það.  Starfsfólkið hlýtur að vera ánægt því þar má sjá sömu andlitin ár eftir ár með ljúft viðmót og góða þjónustulund.  

Dóra Björk 1.8.2007 kl. 23:17

2 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Fjarðarkaup er alltaf til fyrirmyndar í  að virða rétt sinna starfsmanna. Enda margir höfuðborgarbúar farnir að leggja leið sína til þeirra. Það segir líka mikið um fyrirtækið að maður sér oft sömu starfsmennina ár eftir ár.

Þóra Sigurðardóttir, 2.8.2007 kl. 00:32

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Gott að heyra að einhverjir verslunarmenn eiga frí

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 2.8.2007 kl. 00:49

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Veit ekki með Fjarðarkaup en það er rétt Anna að þetta er ákaflega merkilegt með verslunarmenn.  Þetta hefur alltaf verið svona frá því ég man eftir mér.  Spurning um róttækari stéttarfélag?

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.8.2007 kl. 01:34

5 identicon

Flestar þjóðir eru með eina svona langa fríhelgi yfir sumarið.  Í Bretlandi er þetta kallað Bank holliday weekend!, þeir sem vinna mánudaginn á þessum helgum af einhverjum ástæðum vinna sér inn frídag + yfirvinnukaupið og geta þá lengt einhverja aðra helgi sem kannski hentar þeim betur.

Íslensk stéttarfélög hafa ekki "hvíld" skjólstæðinga sinna í fyrirrúmi þegar verið er að semja um kaup og "kjör"!  Heilbrigðisstéttir hafa flestar samið af sér vetrarfríin (geta valið um vetrarfrí/pening! og lái þeim hver sem vill að velja peninginn á þessum síðustu og verstu). Vetrarfrí áttu að koma í staðin fyrir vinnu á hátíðisdögum s.s. jól og aðra hátíðisdaga, þegar m.a.s. verslunarmenn fá frí! 

Hér er alltaf verið að hugsa um "aumingja atvinnurekandann"!

kv. Sigrún Jónsd.

Sigrún Jónsdóttir 2.8.2007 kl. 02:19

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Almennt held ég að það sé of mikið um að fólk semi af sér frí í stað þess að njóta þeirra.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 2.8.2007 kl. 05:14

7 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

ætlaði einmitt líka að benda á Fjarðarkaup sem er fyrirmynd í þessum efnum

Jóhanna Fríða Dalkvist, 2.8.2007 kl. 15:03

8 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Einarsbúð á Akranesi líka! Frí alla laugardaga og sunnudaga, líka nk. mánudag.

Guðríður Haraldsdóttir, 3.8.2007 kl. 21:58

9 Smámynd: Kristján Pétursson

Græðgispúkinn hefur heltekið flesta kaupmenn og starfsfólkið verður að vinna á sínum lögmæta frídegi.Sem betur fer eru þó nokkir kaupmenn sem sjá sóma sinn í að gefa starfsfólki sínu frí eins og Fjarðakaup.Þeir reynast sínu starfsfólki afar vel á öllum sviðum.

Kristján Pétursson, 3.8.2007 kl. 22:57

10 Smámynd: Halla Rut

Heimurinn breytist og mennirnir með. Markaðurinn breytist og mennirnir með.

Þetta er nú oftast aukafólk sem vinnur þessar vaktir t.d. skólafólk. 

Halla Rut , 9.8.2007 kl. 16:46

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband