Núll komma eitt prósent - á sigurinn í fegurđarsamkeppni íslenskra orđa ađ velta á prósentubroti?
29.7.2007 | 22:08
Skreppitúr í sumarbústađinn var ađeins lengri en ég hélt ađ hann yrđi. Á međan ég var í burtu átti ég von ađ annađ hvort orđanna á toppnum myndi taka digga forystu, en ónei, ţađ var nú eitthvađ annađ. Núll komma eitt prósent skilur á milli orđanna tveggja á toppnum, kćrleiks og ljósmóđur. Ćtlar spennan eiginlega ađ verđa óbćrileg fram á seinustu stundu? Mér sýnist ţađ eiginlega
Gunnuhelgi í sumarbústađinum
Ég er svo heppin ađ eiga bestuvinkonu fyrir norđan, Gunnu á Guđlaugsstöđum. Viđ höfum veriđ ađ reyna ađ ná ađ hittast miđja vegu, hallar ađeins á mig, ţví Gunna verđur ađ fara ađeins lengri veg ef viđ hittumst í sumarbústađnum okkar í Borgarfirđinum. En samt, góđ áćtlun, sem skyndilega varđ ađ veruleika ţegar Gunna hringdi á föstudagskvöldin og ţurfti ađ skreppa međ stúlku sem vinnur á búinu hennar í Borgarnes. Ég var upptekin til klukkan tólf, en ţá renndi ég í nesiđ og viđ hittumst í kaupfélaginu sem ţessa stundina heitir Samkaup. Og aldeilis fullkominn laugardagur, sitja og spjalla fram á rauđa kvöld viđ Gunnu. Svo sá ég seint í gćrkvöldi ađ Gunna frćnka í Borgarnesi hafđi hringt. Hafđi samband viđ hana í morgun og hún og Einar hennar komu í síđdegiskaffi upp í bústađ og nú treysti ég ţví ađ ţau fari ađ venja komur sínar uppeftir til mín og Gunna fyrir norđan geti líka komiđ sem oftast.
Flokkur: Menning og listir | Facebook