Svona er lokakeppnin - og þið ráðið hvaða orð verður á endanum valið fegursta orð íslenskrar tungu

Leikreglurnar í lokaáfanganum eru einfaldar. Í skoðanakannakerfi Moggabloggsins hér til vinstri eru tólf orð. Það er einfalt að kjósa, smella í reitinn við það orð sem þér finnst fallegast af þessum tólf. Meginreglan er sú að ekki sé hægt að kjósa oftar en einu sinni úr hverju heimilisfangi eða vinnustað (háð IP-tölum og ef til vill enn betri síun). Svona einfalt er þetta. Og ég vona bara að fegursta orðið sigri.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Æ, ég var of seinn að tilnefna orð. Því miður er bunustokksmaður ekki hér á meðal. Ekki veit ég til þess að aðrir en Kiljan hafi notað þetta orð. Hann fjallar á einum stað um bunustokksmennina í Sundsvall og viðbrögð þeirra þegar hann fékk Nóbelsverðlaunin. Með andlegum eyrum mínum heyri ég skáldið mæla orð þetta af vörum ...

Hlynur Þór Magnússon, 13.7.2007 kl. 08:26

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Tilefningarnar sem ég hef fengið eftir frestinn gefa hinum síst eftir. Þannig að kannski verður þetta bara tvíæringur, eða árleg keppni, hver veit?

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 13.7.2007 kl. 09:33

3 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ég valdi Kærleikur. Valið stóð helst á milli þess og Andvari sem mér finnst mjög fallegt orð. Takk fyrir æðislega skemmtilega könnun. Hlakka til að sjá útkomuna

Kristján Kristjánsson, 13.7.2007 kl. 09:41

4 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Jæja!

Sigurður Hreiðar, 13.7.2007 kl. 10:13

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ójá.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 13.7.2007 kl. 13:14

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband