Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 575867
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Sumardagurinn EINI
15.6.2007 | 16:21
Samkvæmt öllum langtímaveðurspám er sumardagurinn EINI á morgun, hér á suðvesturhorninu. Þess vegna er brýnt að nota sólina og vera dugleg að njóta góða veðursins. Ekki hægt að treysta því að fleiri svona dagar komi. Gleðilegt sumar!
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Hvaða veðurspár lest þú, mín kæra? Veðurstofan spáir 10°C, lítilsháttar skúrum og vindi af suðvestan!!! Ekki er það nú sumarlegt! Erum við ekki örugglega báðar að tala um 16. júní 2007? Var sagnfræðingurinn nokkuð að grúska í annálum? En sömuleiðis, gleðilegan sumardag.
HG 15.6.2007 kl. 16:32
gleðilegt sumar !!!
þetta er bara ekki hægt
ljós til þín og góða helgi
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.6.2007 kl. 16:53
Hvaða, hvaða. Njóttu birtunnar. Nú er hin dásamlega voraldar veröld. Þetta verður örugglega indælt sumar.
Sigurður Sveinsson, 16.6.2007 kl. 02:54
Birtan birtan birtan! Skítt með allt veður. Ég var einmitt í kvöld svona aðeins að vara yngri dóttur mína við að ef ekki viðraði á morgun færum við ekki í hlaupið. Jú jú - ég held ég láti það nú ekki hafa úrslita áhrif hvort við förum - veðrið....
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 16.6.2007 kl. 04:40
Hvaða vitleysa, við elskum rigninguna, hún er góð.
Ester Sveinbjarnardóttir, 16.6.2007 kl. 08:40
Þá er runninn upp sá merkisdagur sem rætt var um hér í gær (sumardagurinn eini) og ekki þarf lengur að ræða um veðurspá heldur kemur hér veðurlýsing úr Kópavoginum: Bjart yfir, skúrirnar láta enn bíða eftir sér, vindurinn af suðvestan sem spáð var breyttist í rok af norðan, austan, sunnan og vestan svo að gróðurinn veit ekki hvert hann á að snúa. En mikil skelfing það er sumar - hvergi snjó að sjá.
HG 16.6.2007 kl. 13:42
Eins og góðum veðurspám sæmir halda þær ekki í korter. Þegar ofangreint var ritað voru spárnar á þessa leið, en strax um kvöldmatarleytið var allt annað upp á tengingnum, þriðja útgáfan var síðan reyndin og enn eigum við eftir að komast að því hversu margir sumardagar verða í sumar. Því ég er svo bjartsýn að halda að þetta verði snjólétt sumar ;-) - Í fyrrasumar var uppáhaldslagið mitt: Veðurfræðingar ljúga, þarf endilega að finna það til aftur, þótt mér sé alveg einstaklega vel við veðurfræðinga, dyggur lesandi veðurspáa og leiðist aldrei.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 16.6.2007 kl. 18:49