Eftir heimsfaraldur: Heimaskrifstofan
23.5.2023 | 17:36
Ţegar hruniđ varđ var ég stödd hjá systur minni í New Mexico í Bandaríkjunum og heimsótti í framhaldi af ţví vinkonu mína norđan viđ Seattle. Á báđum stöđum voru hagfrćđingar í vinahópi ţeirra óđir og uppvćgir ađ rćđa hruniđ viđ mig og voru bćđi forvitnir og međ miklar skođanir. Sem betur fór hafđi ég nokkurra ára reynslu í ađ rćđa efnahagsmál, auk ţess ađ vera sérfrćđingur í ţeim eins og allir Íslendingar á ţessum tíma (seinna urđum viđ öll sérfrćđingar í smitsjúkdómum). Eitt af ţví sem ég leyfđi mér ađ segja á ţeim tíma var: Something good will come out of this, enda forhert bjartsýnismanneskja, svona oftast nćr. Núna finnst mér ţetta hafa veriđ frekar mikiđ bull.
Svo kom nćsta lexía, heimsfaraldur, og ég fullyrđi: Eitthvađ gott kom út úr ţví. Meiri skilningur á ţví ađ hćgt sé ađ vinna vinnuna sína (sumt) á heimaskrifstofu. Mér ţykir afskaplega vćnt um ţessa kaótísku heimaskrifstofu mína, sem ég gat notađ í dag, ţegar ég ţurfti á henni ađ halda. Yfirleitt finnst mér langbest og skemmtilegast ađ fara á vinnustađ, ekki síst ţar sem vinnufélagarnir eru einstaklega góđur félagsskapur, en ađ ţessi möguleiki sé fyrir hendi er jákvćtt og hentar eflaust mörgum enn betur en mér.