Pínulitlu, mikilvćgu ferđaminningarnar
17.5.2023 | 21:35
Finnst ţađ líklegt ađ öđrum sé eins og mér fariđ, ađ eiga sér einhverjar pínulitlar en mikilvćgar ferđaminningar. Í Evrópuferđinni okkar Ara áriđ 1987 stóluđum viđ á ađ finna laus herbergi til leigu frá Hamborg um Ítalíu og Dalmatíuströndina, sem nú er í Króatíu. Horfđum á tennis í setustofu á gististađ í afskekktum bć rétt áđur en viđ vorum komin til strandarinnar, fórum svo til herbergis okkar og ţar beiđ okkar kertaljós og kanna međ vatni í, skál viđ hliđina til ţvotta. Vöknuđum viđ heita haustsólina og dýrindis útsýni yfir hafiđ frá klettunum ţar sem viđ höfum stoppađ kvöldiđ áđur.
Ferđalög á ţessum tíma voru ekkert airbnb og heldur engir farsímar. Ţetta síđarnefnda hefđi getađ orđiđ erfitt ţegar ég fór í úthverfastórmarkađ í Veróna, sem opinn var til átta eđa níu ađ kvöldi, međan Ari skrapp eftir bensíni. Ţađ var orđiđ dimmt ţegar lokađi og ekki bólađi á Ara. Afgreiđslumađur vildi hinkra ögn lengur frekar en skilja mig eftir eina, međ vetrarúlpurnar á krakkana sem voru góssiđ sem viđ stefndum á ađ kaupa. Ég sendi hann fljótlega heim til sín og nokkru síđar kom Ari minn akandi. Ég hafđi aldrei áhyggjur af ţví ađ hann ratađi ekki, ţađ var ekki vandamáliđ, heldur frekar ítarleg umferđateppa sem hann hafđi lent í.
Umhyggjusemi ţjónanna á Krít, ţeirra Nico og Nico, sem linntu ekki látunum fyrr en ég keypti mér hatt til ađ verja mig fyrir vorsólinni 2018, ţađ ţurfti ađ passa ţessa skrýtnu konu sem var ein ađ ferđast. Gleđi ţeirra sömu ţegar ég mćtti međ eiginmann upp á arminn í október sama ár.
Landamćrin í Basel, ţegar ég var ađ heimsćkja Gunnlaug frćnda og kom frá Prag, hélt ég vćri í Basel í Sviss. Nei, ekki alveg, Basel í Ţýskalandi. Og hvernig átti ég ađ komast til Sviss? Jú, niđur ţennan stiga, til vinstri, beint áfram og svo aftur til vinstri og upp ţann stiga. Áriđ var 1974 og ekkert vesen á ţessum landamćrum. Nćst ţegar ég kom til Basel nam lestin stađar í frönsku Basel og ég fór yfir teinana til Sviss í ţađ sinniđ, ekki undir.
Nýjasta örminningin? Hún er ađeins um tveggja mánađa gömul. Jú, ég kann vel ađ meta ađ vera í hlýju loftslagi. Og ţađ er eitthvađ ólýsanlega heillandi viđ ađ rennbleyta vatnslitapappír í gosbrunni svo hann tolli á spjaldinu sínu, ţegar límbandiđ gleymist heima á hóteli. En betra ađ vera ekki of lengi ađ mála myndina, jafnvel 300 gramma, gegndrepa pappír ţornar fljótt. Og ţú setur ekki hálfmálađa vatnslitamynd ofan í gosbrunn, nema ţér sé sérstaklega illa viđ hana.