Álftanesvegur viđ Flatahraun - ha?
16.5.2023 | 20:57
Í morgun var mikil romsa um vegalokanir í útvarpi en allt í einu sperrti ég eyrun ţegar orđiđ Álftanesvegur heyrđist í upptalningu um lokađa vegi (til kl. 18 í dag, sem kássast ekki uppá mig, C-manneskjuna). Viđ Álftnesingar höfum auđvitađ stundum orđiđ vör viđ umferđ vegna forsetasetursins en hún er yfirleitt afskaplega lítiđ tefjandi. Nánar til tekiđ var ţetta Álftanesvegur viđ Flatahraun, og ţá strax velti ég ţví fyrir mér hvort ţetta vćri litli vegastubburinn sem ég veit aldrei almennilega hvar er. Var samt alveg tilbúin ađ taka Flatahraun fyrir Fjarđarhraun. Svo sá ég ađ einhver miđillinn bćtti um betur og stađsetti ţessa lokun viđ sćlgćtisgerđina Góu, og ţá gat ég ekki stillt mig um ađ leita á korti. Ţessi litli vegastubbur er ofan viđ Kaplakrika og í hvert sinn sem ég ek hann, ţá geri ég ţađ án ţess ađ fatta ađ ég sé á Álftanesveginum. Augljóst er ađ unnt er ađ tengja ,,ţann eiginlega, svokallađa Álftanesveg" (svo ég noti hliđstćtt orđalag og Árni prófastur í Görđum notađi áriđ 1842 um Álftanesiđ) viđ ţennan stubb ef leyfi fćst og vilji er til.