Kranar, málmur og fleira - ekki í ljósi kranavísitölunnar

Svo vill til ađ í kringum mig er óvenju mikiđ af krönum, ţessum stóru og ógnvćnlegu sem saman mynda hinar illrćmdu kranavísitölur. Stundum fć ég óbeinar skammir ţegar ég birti mína daglegu Esjumynd (ţegar skyggni leyfir). Ţađ er ţá af ţví ađ í forgrunni eru kranarnir á byggingasvćđinu fyrir framan vinnuna mína í Kópavogi. Ţessum skömmum er reyndar oftast beint ađ samfélaginu, stjórnmálamönnunum, verktökunum, hruninu, minningunum um hruniđ, framkvćmdum almennt og auđvitađ er smá uggur í ljósi sam-íslensku reynslunnar. Sama umrćđa er hafin af fullum krafti varđandi miđbćjarsvćđiđ sem nú er komiđ í uppbyggingu hér á Álftanesi.

2023-05-10_02-14-47

Hruniđ kom illa viđ mig beint og persónulega, eins og flesta Íslendinga. Slapp samt mjög vel miđađ viđ marga ađra efnaminni sem máttu viđ litlu og ég tali ekki um ţessa vellauđugu sem ,,töpuđu" svo háum fjárhćđum ađ ég kann ekki enn ađ telja núllin. Vorkenni síđarnefnda hópnum auđvitađ ekki neitt. Samt finnst mér stundum ađ ég megi ekki taka myndir ţar sem krönum bregđur fyrir. 

Ţađ var ţess vegna mjög hressandi ţegar náfrćnka mín (sem ég ţekki allt of lítiđ) búsett erlendis alla sína tíđ, setti komment viđ Esju-kranamynd og sagđist hreinlega vera hrifin af krönum, og sama segđi systir hennar. Ţađ rann upp fyrir mér ljós. Mér finnast kranar nefnilega líka heillandi á sinn hátt.

Hef bara alls ekki viljađ viđurkenna ţađ. Ţegar ég reyni, af mannúđarástćđum, ađ hafa ekki of mikiđ af krönum á Esju-myndunum mínum og taka ekki of mikiđ af kranamyndum í erlendum borgum, ţá er ţađ ađallega vegna félagslegs ţrýstings.

unnamed (1)

Til ađ bíta hausinn af skömminni, ţá get ég hér upplýst ađ ung heillađist ég mjög af tröllafjölskyldunum sem ganga um umhverfi Ljósafossvirkjunar rétt hjá Kvenskátaskólanum á Úlfljótsvatni, ţar sem ég var nokkur sumur. Ţađ er ađ segja hinum fordćmdu háspennumöstrum. Nú má ekki misskilja mig svo ađ ég vilji ekki leggja línur í jörđ á viđkvćmum stöđum, auđvitađ vil ég ţađ, en ţađ breytir ţví ekki ađ ţessi form heilla mig. Svo mjög reyndar ađ á einni sýningunni minni stillti ég einu slíku upp eins og međfylgjandi mynd ber međ sér. Verđ ađ viđurkenna ađ ég fékk smá skömm í hattinn fyrir ţađ. Tek skýrt fram ađ ég hefđi engin áform um ađ drita háspennumöstrum eftir öllum skýjabreiđum sem ég sé, ţótt ég hefđi ţađ vald. Ţađ er hins vegar ekki vel tekiđ í ţađ ţegar ég dett í bernskunostalgíu á 2. holu á Urriđavelli, ţar sem möstrin blasa viđ. Og talandi um bernskubrek, Hegrinn, Kolakraninn viđ rćtur Arnarhóls, var heillandi strúktúr í mínu barnsminni. https://timarit.is/page/1390469#page/n10/mode/2up

1196879064_aabc639a31_b

Ekki nóg međ ţađ, í glćpasögunni minni nr. 2, Óvissu, gerist hluti af lokaköflunum viđ háskalegar ađstćđur í byggingakrana í miđbć Reykjavíkur.

unnamed (2)

Elsku besta Hamborgin mín, hvađ einkennir hafnarsvćđiđ ţar? Kranar, auđvitađ. Skemmtisiglingar um hafnarsvćđi grunsamlega margar undanfarin ár, Rotterdam, Amsterdam, Hamborg, Seattle, London ... 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband