Eiga ekki margir ,,sína" útgáfu af Englandi?

Íslendingar hafa löngum ferđast til Englands og Skotlands en ţađ sem mér finnst skemmtilegt er hversu ólík upplifun landiđ er eftir ţví viđ hvern er talađ. Ţar, eins og annars stađar, finnst mér mest gaman ađ hverfa inn í mannfjöldann í stćrri sem smćrri borgum, hoppa upp í lest á einhvern nýjan eđa gamalkunnan stađ eđa jafnvel ađ fara út í sveit. Sveitirnar í Englandi er óneitanlega friđsćlar á svipinn og fallegar á rólyndislegan hátt. Skosku hálöndin Íslandslegri, ţar til nćsti kastali birtist. Ég hef fariđ í reiđtúr á hrćđilega höstum og hávöxnum hesti um skógana í grennd viđ Aberdeen og spilađ golf á 2-3 stöđum í Suđur-Englandi. Seinni árin hef ég sótt svolítiđ í leikhús í London, en eftir ađ ég klárađi fermingarpeningana mína á Sauchiehall Street í Glasgow hef ég lítiđ stundađ búđaráp í Englandi, kannski helst kíkt á einn og einn markađ, eđa einfaldlega í ákveđna búđ til ađ kaupa eitthvađ alveg fyrirfram ákveđiđ. 

IMG-0178 (2)

London er mikil uppáhaldsborg hjá mér, alltaf ađ fiska upp ný og áhugaverđ hverfi ţar. Og listasöfnin rokka. Suđurströndina ţekki ég býsna vel og svćđiđ kringum Bristol, frá ţví foreldrar mínir bjuggu á svćđinu og líka ţegar ég fór sem blađamađur í bíltúr í nokkra daga um Suđvesturhluta Englands. Háskólaborgirnar Oxford og Cambridge hef ég á upphaldslista en líka margar ađrar fallegar borgir og svo tók ég kúrs í háskólanum í Lancaster og ţá kíkti ég á Liverpool og Blackpool í leiđinni, í janúarkuldanum. Reyni alltaf, ef ég stoppa eitthvađ í Englandi, ađ fara eitthvađ á nýjar slóđir.

IMG-0011 (2)

Í haust kíkti ég í fyrsta sinn á Norwich (besta veđurspáin ţann daginn) og varđ ekki fyrir vonbrigđum. Á líka vini sem hafa fariđ í siglingar um árnar í Englandi, gönguferđir á víkingaslóđir í Skotlandi og á eyjunum, búiđ á Hjaltlandi, í hjarta London eđa útborgunum, já bara út um allt. England er svo margt og nú ţegar fólk er búiđ ađ hrista úr sér Brexit óttann (verđ ekki vör viđ vesen viđ ađ ferđast ţangađ) ţá heldur ţađ eflaust áfram ađ sćkja til ţessa skemmtileg lands. 

IMG-9958 (2)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband