Betra seint en aldrei: Ég elska Krít

Ţegar ég lagđist í almennilegt flakk á eigin vegum í fyrsta sinn uppúr tvítugu, fór ég um Miđ- og Austur-Evrópu, ţađ var einfaldlega ódýrast. Byrjađi í Frakklandi ađ heilsa uppá foreldra mína sem ţá voru ţar í námsleyfi, en tók svo lestina til Belgrad og dvaldi ţar í viku. Ţađ var svolítiđ erfiđ ákvörđun ađ ákveđa hvort ég ćtti ađ taka sjansinn á ţví ađ fara til Grikklands í framhaldinu eđa taka nyrđri leiđina, Budapest, Prag og Krakow, sem varđ niđurstađan, ţótt aldrei kćmist ég alla leiđ til Krakow, ţađ er önnur og lengri saga. Átti nefnilega stefnumót viđ Gunnlaug frćnda minn í Basel áđur en ég lyki ferđinni í Kaupmannahöfn, og óneitanlega voru ţessar borgir meira í leiđinni fyrir lestarferđalanginn mig. 

Ţađ verđur ţó seint sagt ađ ég hafi ekki fengiđ hvatningu til ađ fara frekar til Grikklands. Franskar tvíburasystur, kennari og lögfrćđingur, og kćrasti annarrar ţeirra, skopmyndateiknari, voru á gömlu druslunni sinni ađ koma frá Grikklandi og mćrđu landiđ og landana. ,,Grikkir eru alltaf svona: :)" sögđu ţćr, en Júgóslavarnir svona :( . Mér var ekki skemmt, enda mikill ađdáandi Júgó. 

IMG_2210

Mig langađi samt alltaf til Grikklands, vissi af dvöl Leonards Cohen (BA-ritgerđin mín í bókmenntum var um ljóđin hans) á eyjunni Hydru og sá auđvitađ landiđ og eyjarnar í hillingum eins og svo margir ađrir. Til ađ gera langa sögu stutta tók ţađ nokkra áratugi fyrir mig ađ hrinda ţví í framkvćmd ađ heimsćkja Grikkland, ađallega Krít (enn sem komiđ er, smá til Santorini og Ţessaloniki líka).

IMG-0576

 

Upphaflega fór ég til Krítar í golf í nóvember 2016 og kynntist ţar eggjabakkagolfholu. Fór fjórum sinnum til Krítar á ţremur árum fyrir og í covid og í seinustu ferđinni hitti ég hana Tessu Papas, eitthvađ ögn eldri konu en mig, sem hafđi einmitt veriđ á Hydru ásamt Bill eiginmanni sínum (skopmyndateiknara, eins og Frakkinn í Belgrad forđum, en líka framúrskarandi vatnslitamálari -https://www.greecetravel.com/redapple/tribute.html) einmitt á tíma Cohens og Marianne. Og ţau ţekktu hann vel, einkum Bill, sagđi Tessa. Hún gisti hjá henni Despoinu í gamla bćnum í Chania um leiđ og ég og var sérlega geđfelld kona, sem ţekkti alla á svćđinu og keypti sér hús í grenndinni áđur en dvöl okkar í Chania lauk.

Backgammon

Cohen hitti ég hins vegar á annarri eyju, Íslandi, 1988. Nokkrir félagar mínir gerđu sér ferđ til Hydru á ,,réttum" tíma, en ég gleymdi ađ spyrja Tessu hvort hún hefđir hitt Íslendinga ţar. Viđ töluđum ađallega um hesta og tónlist og ég sýndi henni myndir af hestunum hans Ara og fleiri íslenskum hestum. 

IMG_5902


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband