Öđruvísi Kanarí - La Palma - fyrir gos

Lítil og falleg eyja, sú norđvestasta af Kanaríeyjunum, heitir La Palma. Hún komst heldur betur í fréttirnar ţegar ţar varđ hrikalegt eldgos haustiđ 2021. Reyndar hefur lengi veriđ á kreiki tilgáta um ađ í vondum jarđskjálftum eđa eldgosi kynni vesturhluti eyjarinnar ađ hrynja í sjó, ţetta er jú brattasta eyja heims, eftir ţví sem sögur segja. Ţá atburđarás hafđi ég sem undirtón í hluta af ţví plotti sem ég byggđi fyrstu glćpasöguna mína, Mannavillt á, en hvernig mun ég ekki segja frekar frá hér. Sú bók kom út meira en hálfu ári áđur en gosiđ varđ, en ég fór um ţćr slóđir ţar sem gaus, ţađ er einmitt landslagsmyndin sem fylgir ţessu bloggi, tekin út um rútuglugga, sem sýnir svćđi sem nú er komiđ undir hraun.

IMG-1726

Fékk ţessa fínu ástćđu til ađ fara til eyjarinnar voriđ 2019 til ađ festa betur ýmis atriđi í atburđarás bókarinnar. Mćli eindregiđ međ ferđ ţangađ, hvort sem ţiđ eruđ útivistargarpar sem viljiđ skođa einhverjar af hinum fjölmörgu gönguleiđum eyjarinnar, eđa bćjarráparar, eins og ég, sem reyniđ ađ njóta fallegs bćjarumhverfis, kaffihúsa og mannlífs í áfangastöđum sem á vegi verđa. 

IMG-1750

Google maps var annars býsna góđ leiđ til ađ undirbúa ţessa ferđ, ţví ég rakst á ćđislegt blátt hús og annađ grćnt viđ hliđ ţess í Los Llanos de Aridane sem ég mátti til međ ađ elta uppi og úr varđ mjög skemmtileg ferđ yfir háu fjöllin sem skilja ađ austurströndina, međ höfuđborginni Santa Cruz de La Palma, ţar sem ég var rétt hjá ferjuhöfninni, og vesturströndina ţar sem Los Llanos er, en sá bćr er mun líflegri en Santa Cruz. Leiđin lá um bć sem nú er ţakinn hrauni, en ţegar ég fór hringferđ um suđurhluta eyjarinnar, ţá fórum viđ yfir veg sem lenti undir hrauni og var lengi vel ófćr, held hann sé kominn í gagniđ núna. 

56161891_10218909860515964_8952893065480110080_n

 

Ţađ er auđvelt ađ komast međ ferju frá Los Cristianos til La Palma og ferđin tekur +/- 3 tíma, mín ferja stoppađi í La Gomera án ţess ađ ţađ vćri sérstaklega tilgreint, svo mér datt andartak í hug ađ ég hefđi fariđ í vitlausa ferju, en svo hélt hún áfram. Komiđ var um miđja nótt og ég tók bíl í áfangastađ sem var nálćgt höfninni, sem var eins gott, ţví ţegar ég hringdi á bíl til ađ taka mig til baka á ferjuna viku seinna, ţá hló sú á stöđunni rosalega og sagđi: Ţađ er ekki hćgt ađ panta bíl á nóttunni. Í mildri vornóttinni gekk ég ţví međ mitt (létta og takmarkađa) hafurtask út í ferju og prísađi mig sćla fyrir valiđ á gististađnum. 

IMG-1556 (2)

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband