Gömul brýning - en: sé ekki eftir neinu

Á níutíu ára afmæli gamla kennara míns (og mömmu) í Myndlista- og handíðaskóla Íslands (1957-1958 og 1972-1974) Braga Ásgeirssonar, þá ákvað ég að rifja upp svolítið af okkar samskiptum. mhiSetti fyrst inn litla færslu á Facebook um lexíurnar sem ég lærði þegar ég var nemandi Braga í MHÍ 1972-1974. En öðru þurfti ég að fletta upp, það var brýning sem ég fékk frá honum þegar ég hélt mína fyrstu einkasýningu í Listamiðstöðunni við Lækjartorg 1984. Sýningu sem Bragi benti reyndar réttilega á að væri frekar samsýning fjögurra listamanna, eins og sést á einu skjáskotinu. Ég hef nokkrum sinnum á ævinni tekið þá ákvörðun að helga mig ekki myndlistinni, fyrst 1974 þegar ég ákvað að hætta í MHÍ og ljúka frekar námi í bókmenntum og sögu. Þá var concept-listin allsráðandi og þar átti ég ekki heima, en sagan og bókmenntirnar heilluðu mig mjög. Myndlistin hefur hins vegar aldrei látið mig í friði og fylgt mér af mismikilli ákefð alla ævina. Það hafa komið styttri pásur, en eftir á að hyggja hef ég sjaldan slegið slöku við. Þrátt fyrir aðra vinnu og verkefni, hef ég bæði sótt mér menntun hjá frábærum kennurum og haldið mér í þjálfun, til dæmis með því að teikna módel af miklu kappi árum/áratugum saman, meira að segja meðan mest var að gera í pólitíkinni.

Ég sé ekki eftir neinu (ok, hér er kominn tími fyrir þennan frasa frá Piaf: Non, je ne regrette rien). Flest sem ég hef fengist við hefur verið spennandi, sumt ævintýralegt. 

Samt varð ég svolítið hugsi þegar ég las aftur fyrstu og einu sýningarumsögn Braga Ásgeirssonar um sýningu mína. Og hver veit nema ég eigi eftir að taka hann á orðinu, samhliða öðrum störfum (ég er ekki hætt að skrifa glæpasögur). Flestir góðir myndlistarmenn sem ég þekki hafa þurft að sinna öðrum störfum meðfram svo mér væri það ekkert of gott. Það, í brýningu Braga, sem ég þarf að huga að er að gera þann neista, sem ég hef haldið vakandi, að báli. Er það ekki bara verðugt viðfangsefni? Þakkið Braga, ef mér teks2021-05-28_13-54-402021-05-28_13-50-59t það. Þarf að fara að vinna í málinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband