Afstætt fylgi

Fyndið að fylgjast með fjölmiðlum þegar kannanirnar streyma inn sem aldrei fyrr. Framsókn að ,,sækja í sig veðrið" þegar möguleikinn á að komast upp í HÁLFT síðasta kosningafylgi er í sjónmáli og VG ,,dalar" niður í tvöfalt fylgi miðað við síðustu kosningar. viðmælendur vita betur og því var Jónína Bjartmars ekkert að hrópa húrra yfir þessum tölum í kosningaþætti í dag en Kolbrún Halldórs var bara kát. Sjálfstæðismenn vara sitt fólk óspart við að trúa hagstæðum fylgistölum og Samfylkingin reynir að fullvissa sína kjósendur um að þeirra fylgi verði meira á kjördag. Merkilegt! Stóra skoðanakönnunin aðeins í þriggja vikna fjarlægð og ég er frekar spennt fyrir þeim degi og finnst bara gaman af öllum þeim sveiflum sem við höfum verið að horfa uppá og staldra ekki við nema þegar ein og ein könnun sýnir eitthvað allt annað en allar hinar. Vantrúaður vinur minn var óspar á að minna mann á að skoðanakannanir sýndu ,,ekkert nema skoðanir þeirra sem spurðir eru á þeirri stundu sem þeir eru spurðir"  en eins og þorri þjóðarinnar bíð ég yfirleitt spennt eftir hverri nýrri könnun, og það er ekki bara af því VG hefur verið í þessari áberandi uppsveiflu. Á meðan ekki er beinlínis verið að reyna að afvegaleiða fólk með fylgiskönnunum held ég að þær geri ekkert nema drepa tímann fram að kosningum. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef einhvers staðar lýst því yfir hér í bloggheimum að í fyrsta skipti í mörg ár fara allar þessar skoðanakannanir sem hellt er yfir okkur bara ekkert í pirrurnar á mér. Líklega er það vegna þess að þær eru svo hrikalega margar og niðurstöðurnar virðast alveg vera í takt við það sem vinur þinn segir, fólk ætlar að kjósa þennan í dag og hinn á morgun. Það verður því mikið vakað, mikið poppað og mikið borðað af nammi á kosninganótt.

Anna Ólafsdóttir (anno) 22.4.2007 kl. 02:23

2 identicon

"Nýjasta" skoðanakönnunin og sú vitrænasta sem ég hef heyrt um er þegar spurt var um álit fólks á skoðanakönnunum.

Eg. 22.4.2007 kl. 10:11

3 identicon

Ég nenni ekki að lesa blöðin og hlusta á fréttir. Miklu skemmtilegra að líta hér inn annað slagið og fá þessa fínu samantekt á stöðu mála, flott túlkun og spár um framtíðina. Eitt er þó ekki alveg nógu skýrt: Ert þú kjósandi VG?

HG 22.4.2007 kl. 11:14

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Í dag er dagur Jarðar ! Til hamingju með það, Ljós og friður til Jarðainnar og Þín Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.4.2007 kl. 11:51

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Sveinn, spáin þín er sennileg en engu að síður held ég að á góðum degi verði fylgi VG ögn betra, hef alltaf staldrað við töluna 19% sem er mín uppáhalds, og allt er þetta sigur, en ég held svei mér þá að það geti farið upp fyrir 20% þrátt fyrir tilkomu Íslandshreyfingarinnar. Og já, ég er svo sananrlega vinstri græn, enda var ég að uppgötva það að ég hafði sett þetta orðalag í kynninguna á mér (sem kemur í ljós ef smellt er á auðkennismyndina mína ;-) : ,,Nú hamingjusamlega vinstri græn."

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.4.2007 kl. 17:54

6 Smámynd: Kristján Pétursson

Því miður kynnir fólk sér ekki nægjanlega fyrir hverju flokkarnir standa.Sennilega ekki nema 10-15%.þess vegna eru skoðanakannanir svo flöktandi frá einni til annarar.Það er vel þekkt,að fylgið leitar alltaf mest til stærsta flokksins,enda hefur hann fyrirtækin og fjármagnið á bak við sig,buddupólutíkin ræður mestu hvert atkvæðin fara þegar til lengri tíma er litið.VG hafa sem betur fer náð að auka sitt fylgi mikið út á umhverfis - og náttúruverndarmál,en spurningin er hvort það nær að rótfesta sig þar.

Kristján Pétursson, 22.4.2007 kl. 18:02

7 identicon

Smellti á myndina af frúnni og sjá femínisti, anarkisti og vinstrigrænisti! Er þetta ekki bara hin vænlegasta blanda?  HG - óstaðsett í istaveröldinni.

HG 22.4.2007 kl. 18:52

8 identicon

Smellti á myndina af frúnni og sjá femínisti, anarkisti og vinstrigrænisti! Er þetta ekki bara hin vænlegasta blanda?  HG - óstaðsett í istaveröldinni.

HG 22.4.2007 kl. 18:55

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég lít á skoðanakannanir sem tómstundagaman. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.4.2007 kl. 20:35

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband