Ein barátta að baki og önnur framundan

Þá er ein baráttan að baki og næsta framundan. Sú er ekki síður merkileg en álverskosningarnar, því ein ríkisstjórn getur tekið svo margar afdrifaríkar ákvarðanir, ekki síður en þá sem bæjarstjórnin í Hafnarfirði fól bæjarbúum að taka. Spár lofa góðu en ef til vill hrökkva einhverjir gamlir Framsóknarmenn aftur á básana sína áður en kosið verður, sú hefur oft verið raunin. Varla koma þeir frá VG, þannig að það sem máli skiptir er að sjá þau mynstur sem verða möguleg í stjórnarsamstarfi. Mig grunar að flækjustigið eftir kosningar muni koma á óvart. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Til hamingju Anna með úrslitin í Hafnarfirði. Ég vona enn að Vinstri græn og Samfó geti myndað meirihluta eftir kosningar og ef það verður ekki nóg þá mætti skoða að fá Ómar og co með til að mynda hér umhverfisverndar- og velferðarstjórn. Mér finnst mikilvægast að losna við íhaldið frá völdum. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 1.4.2007 kl. 07:55

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sæl Anna. Frábær úrslit þótt tæpt stæðu - enda átti svo sem enginn von á öðru en það myndi standa tæpt. Kær kveðja að norðan

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 1.4.2007 kl. 16:52

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Til hamingju við öll, þetta var sigur góðrar umræðu, góðs málstaðar og góðra Hafnfirðinga. Held að það muni ef til vill þurfa þriðja flokkinn ef við náum saman um vinstri stjórn, sem ég er sammála um að er hinn augljósi kostur, þar finnst mér að Ómar og co. geti verið möguleiki, alla vega skárri en Frjálslyndir eins og þeir eru orðnir núna. Synd að sjá gamla Allaballa eins og Kristinn Gunnarsson í þessu ný-Frjálslynda flokki, en svona fer það líklega með menn að komast í F-flokkana.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 1.4.2007 kl. 23:57

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband