Beðið eftir jólunum ...

Það er komin í mig óþreyja, svona eins og þegar ég var lítil og beið eftir jólunum, hmm kannski einskorðast það ekki við ,,þegar ég var lítil". Ég hlakka svo til kosninganna og þeirra tíðinda sem hljóta að verða í kjölfarið. Svo mikið hefur breyst síðan áskriftarflokkarnir stimpluðu sig inn í seinustu þrjár ríkisstjórnir. Það liggja tíðindi í loftinu, spurningin er bara hvort það er mögulegt að klúðra þessu sögulega tækifæri. Ég sé nokkur stjórnarmynstur sem ég gæti ekki hugsað mér, en sem betur fer fleiri sem gætu gefið góða raun. Versta staðan væri líklega núverandi stjórn með hækju, en sem betur fer er það yfirlýst stefna Sjálfstæðisflokksins að fara ekki í þriggja flokka ríkisstjórn, og eins gott að það haldi nú sem endranær. Zero Framsókn, er það ekki sjálfgefið? (Þetta er ekki einelti!). Svo sem ekki endilega, en líklegt. Bestu kostirnir eru í rauninni allar ríkisstjórnir sem VG hefði mikil áhrif í og stefnumál hreyfingarinnar næðu fram að ganga. Já, það skyldu þó aldrei verða jól í vor? Í fyrra upplifðum við hér á Álftanesi alveg ótrúlega kosninganótt, engri líka. Þá dugðu 3 atkvæði til að fella Sjálfstæðismeirihlutann sem var búinn að ríkja hér allt of lengi, og við tók Álftaneshreyfingin undir forystu vinstri græningjans Sigurðar Magnússonar. Og hér er allt að breytast, grænka! Hér er svipmynd frá kosninganóttinni í fyrra, vona að ég fái tækifæri til að upplifa aðra eins nú í maí. Þá verða sko jólin!

sigur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nú er að flétta fingur Anna mín.  Jólin eru að koma

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.3.2007 kl. 00:32

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ljós frá mér megi sá besti vinna

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 29.3.2007 kl. 05:20

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk, alla vega bíðum við spennt.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 29.3.2007 kl. 12:57

4 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Ég gæti ekki verið meira sammála, ég bíð spennt og tel niður dagana.  Kosningadagar eru skemmtilegustu dagar ársins alltaf (þegar það er kosingaár meina ég)  Þetta verður sérlega góður dagur í´ár því VG vinnur stór sigur

Sædís Ósk Harðardóttir, 29.3.2007 kl. 17:59

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband