Tónleikar á fimmtudaginn í Fríkirkjunni

Var að fá meldingu um spennandi tónleika á fimmtudaginn, svona fyrir þá sem vilja sjá aðra hlið á Páli Óskari en í X-factor, og miklu mun ljúfari. Það er reyndar fullt af góðu fólki sem ætlar að leggja góðu málefni lið, en tónleikarnir eru til styrktar Vímulausri æsku og Foreldrahúsinu.

Mér er málið æði mikið skylt þótt ég sé alveg hætt öllum stjórnarstörfum í samtökunum, en ég er búin að fylgjast með þessum samtökum síðan ég var lausapenni í blaðamennsku og vann blað fyrir samtökin næstum um 20 árum. Þetta eru öfgalaus samtök (með fjármálin á þurru og því miður allt of lítið af peningum) og þarna hafa foreldrar krakka sem lenda í vanda getað leitað aðstoðar á göngu sinni gegnum kerfið og litlu systkinin átt aðgang að styrktarhópum og uppbyggilegum námskeiðum, því oft eru þau í áhættu þegar allt snýst um fíkilinn. Krakkarnir sem komast upp úr farinu eiga síðan aðgang að stuðningi eftir á, sem lengst af hefur vantað. Það er áreiðanlega enginn til sem sættir sig við að til séu krakkar í samfélaginu sem við nennum ekki að berjast fyrir að fái að lifa betra lífi.

Eftir Byrgismálið er eins og þessi málaflokkur sé orðinn svolítið ósnertanlegur á nýjan leik, og það er auðvitað bara blekkingarleikur, því eftir sem áður eru margir í vanda, Vímulaus æska og Foreldahúsið hafa haft hlutverki að gegna gagnvart fjölskyldum fíkla og krökkunum sem eru að reyna að fóta sig aftur í samfélaginu. Þannig að ég ætla bara að hvetja alla sem komast að kíkja í Fríkirkjuna á fimmtudagkvöldið - hér er bréfið sem ég fékk og rétt að taka fram að það verða líka seldir miðar við innganginn meðan pláss leyfir alla vega:

VÍM 2007

 Fjölskyldutónleikar til styrktar Vímulausri æsku – Foreldrahúsi verða haldnirfimmtudaginn 8. mars nk. kl. 19:00-20:30 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Eftirtaldir tónlistarmenn koma fram: Páll Óskar og Monika, Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson (úr Mezzoforte), dúettinn Picknick (Sigga Eyþórs og Steini úr Hjálmum), Hilmar Garðarsson trúbador, Halli Reynis trúbador, Elín Eyþórsdóttir og Helgi Valur Ásgeirsson trúbadorKynnir á tónleikunum verður Felix Bergsson leikari. Miðaverð er kr. 2.000 og er hægt að kaupa miða í Foreldrahúsi við Vonarstræti 4b í Reykjavík, símar: 511 6161 og 511 6163. Bæði er hægt að staðgreiða miða og greiða með greiðslukorti (debet og kredit).  Einnig er hægt að hringja og panta miða í síma og leggja þá inn pening beint á reikning sem við gefum upp við viðmælandann.  Tónleikarnir eru ætlaðir öllu fólki sem hefur gaman af lifandi tónlist og vill sýna hug sinn í verki til styrktar vímuvörnum meðal barna og unglinga. Styrktartónleikarnir eru skemmtun fyrir alla fjölskylduna og eru foreldrar hvattir til að mæta með unglingum sínum. Frítt fyrir börn 10 ára og yngri Nánari upplýsingar: www.vimulaus.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gott og nauðsynlegt málefni að styrkja.  Ég reyni að mæta. Takk Anna

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.3.2007 kl. 14:19

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband