Líta stjórnvöld á efnahagslífið sem ,,extreme sport"?

Það leikur enginn vafi á því að sjálfstæð efnahagsstefna Íslendinga hefur leikið lykilhlutverk í því að halda samfélaginu á floti meðan stjórnvöld hafa leikið sér við að skapa ofþenslu og hættulega sveiflur í efnahagslífinu. Ákvarðanir um stórframkvæmdir og ýmsar aðrar stjórnvaldsákvarðanir vekja hjá mér spurningar um hvort stjórnvöld líti kannski á efnahagslífið sem ,,extreme sport" (afsakið að íslenska þýðingin jaðaríþrótt nær ekki inntakinu).

Það er vissulega rétt hjá Davíð að með því að reka okkar eigin efnahagsstefnu og hengja okkur ekki utan í evruna hefur verið hægt að grípa til aðgerða til að draga úr skaðanum en betra hefði verið að setja þetta nauðsynlega stjórtæki í hendurnar á ábyrgari aðilum. Sjáum til hvernig næstu kosningar dæma efnahagsstjórina.

Þegar verið var að taka upp evruna innan Evrópusambandsins urðu fjölmargir til að vara við einmitt þessu atriði, að kippa svona mikilvægu stjórntæki úr höndunum á þjóðunum sjálfum og færa miðstýrðu yfirvaldi. Meðal þeirra voru allmargir þungavigtarmenn í Þýskalandi, menn sem að öðru leyti tóku ekki afstöðu gegn Evrópusambandinu. Flest þeirra orð eru enn í fullu gildi, sértækar aðgerðir gegn svæðisbundnu atvinnuleysi eru til að mynda torveldar í þessu miðstýrða efnahagstjórnunarumhverfi. Og þótt okkar efnahagsvandamál séu af öðrum toga veitir okkur sannarlega ekki af því að eiga eigin stjórntæki við öfgafullar aðstæður, hvort sem eru að mannavöldum eða annarra óblíðra afla.


mbl.is Davíð: Mesta furða hvað krónan hefur dugað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gamall nöldurseggur

Prófaðu ýkjur.    Ýktar æfingar eru viðeigandi þegar efnahagsmál og krónulyftingar eru annars vegar.  

Þetta er gullnáma fyrir íslenskt fjármálalíf.    Þú færð engan sem hefur nokkurt vit á málinu til að viðurkenna skuggahliðar leiksins því að; Er á meðan er.

"Það verður enginn ríkur sem ekki kann að stela.  Vandinn er að kunna að stela." Halldór Guðjónsson

Gamall nöldurseggur, 8.2.2007 kl. 21:54

2 identicon

er ekki hlinntur evru, bara hækka bjórinn, verðið var 2,50 gilders á hollensku en hækkaði í 5,00 evru, algert svindl

Haukur Kristinsson 9.2.2007 kl. 03:00

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband