Vona að þetta sé rétt mat hjá Dönum

Fyrir nokkrum árum þegar núverandi stjórnarflokkar tóku við stjórnartaumunum í Danmörku, var greinilega kominn jarðvegur fyrir ákveðin kaflaskil þar í landi, kaflaskil sem voru að mínu mati mjög neikvæð. Ég var einmitt stödd í Danmörku vikurnar í kringum kosningarnar vegna vinnunnar og fylgdist með forundran með umræðunni. Danir sem höfðu sýnt svo mikið ,,umburðarlyndi" í garð innflytjendanna sinna (nema kannski systurþjóðarinnar Grænlendinga) voru orðnir svo svæsnir rasistar að mér stokkbrá hvernig umræðan var orðin. Einkum hve grímulaust sumir sigurvegarar þessara tilteknu kosninga töluðu hrokafullt um yfirburði síns eigin þjóðskipulags og trúar. Ég gat alveg með mínu gestsauga fundið ýmislegt athugavert við danskt samfélag, þannig er tilveran bara að ekkert samfélag er fullkomið og alltaf svolíitið hættulegt að vera með grjótkast úr glerhúsum.

Ef það er rétt að skopmyndadeilan, sem var svo sem ekkert fyndin, hafi haft þessi áhrif í Danmörku, að auka skilning á Islam, þá segi ég húrra fyrir því. Mér finnst það líka sanna að fáfræði sé uppspretta fordóma. Ég er ekkert að verja fordóma annarra í garð Dana, hvorki múslima né Íslendinga (má stundum passa mig sjálf, þótt kvart-Bauni sé). Það er ekkert einfalt mál að búa í friðsömu fjölmenningarsamfélagi. Bendi á að fullt af Evrópubúum (sem eflaust eru flestir kristnir) hafa valið að setjast að í múslimalöndum, til dæmis í Egyptalandi og Saudi Arabíu, svo ég nefni tvö ólík samfélög. Þeir ætlast til að njóta skilnings þar og eru kannski frekar ósáttir við það þegar þeirra eigin heilögu gildi eru fótum troðin, svo sem kvenréttindi og mannréttindi (!! - ennþá haf þessi tvö orð mismunandi merkingu - er það ekki merkilegt!?!).

Ég ætla rétt að vona að við Íslendingar sleppum við að fá það andrúmsloft tortryggni og skilningsleysi sem gætti í Danmörku fyrir nokkrum árum inn í okkar litla og fallega heim.


mbl.is Skopmyndadeilan hefur haft jákvæð áhrif á samskipti Dana við múslíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband