Flokksráðsfundur VG og veruleikinn

Félagar í Vinstri grænum höndla veruleikann vel. Veruleikinn er ekki alltaf auðveldur og ég ætla ekki að tíunda það sem ég vildi hafa öðru vísi, nema auðvitað að ég vildi óska að VG hefði ekki verið pínt til þess að standa að aðildarumsókn að ESB. Það eru ekki alltaf sömu raddirnar sem eru háværastar í VG og það er lýðræðinu hollt að mínu mati. Ég hef aldrei verið í pólitík til þess að hafa það náðugt eða afla mér vinsælda og mér finnst sama máli gegna um aðra í VG, þeir þurfa að leita í aðra flokka sem eru að leita sér að já-systrum og -bræðrum og eflaust er það misjafnt hvernig til tekst það.

Þótt fundurinn á Akureyri um helgina hafi síður en svo verið sá auðveldasti - það gefur auga leið að svo gat ekki orðið - þá er ég engu að síður mjög sátt við fundinn.  

Annar veruleiki er að sitja í kaffi með gamalli vinkonu og njóta þess hittast, eins og ég gerði eftir fundinn. Þegar önnur býr fyrir norðan og hin fyrir sunnan þá þarf að nýta síkar stundir vel. Við erum á ólíkum aldri, höfum þekkst næstum þrjátíu ár og verið stórvinkonur í meira en tuttugu. Aldur og búseta skiptir ekki meginmáli. Við höfum alltaf náð vel saman og þó lengra líði á milli samverustundanna nú en áður þá er það var þannig með góðar vinkonur að þar er einhver þráður sem aldrei slitnar. Ég held ég sé óvenju heppin með vinkonur!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband