Færsluflokkur: Íþróttir
Að skemmta skrattanum
20.5.2023 | 16:49
Mér finnst sárlega vanta rétta orðið fyrir að ,,jinxa" á íslensku, þótt ég fari hér hálfa leið í að íslenska það með því að nota beygingu. Orðabókarskýringar eru herfilegar, nema þessi sem segir að ekki hafi fundist almennileg þýðing. Samt finnst mér tilfinningin svolítið vera það sem ég lærði að væri að skemmta skrattanum. Hjátrú og yfirlýsingagleði tengjast þessu mjög og jafnvel þeir sem þykjast ekki vera sérlega hjátrúarfullir láta sér ekki detta í hug að fara í vitlausum sokkum á áríðandi íþróttaleik, hvorki sem áhorfendur né þátttakendur. Hálft í hvoru er ég sár út í sjálfa mig að hafa horft á Liverpool í dag einmitt á meðan Aston Villa náði yfirhöndinni, en bætti það hálfvegis upp með því að fylgjast með rest í textalýsingu, jafntefli skárra en tap, en sigur hefði auðvitað verið betri, ef ég hefði ekki asnast til að horfa! Þegar ég stend sjálfa mig að því að lýsa einhverju yfir sem ég er hrædd um að hætti að vera rétt þegar ég er búin að segja það upphátt, þá lem ég auðvitað alltaf í tré. Dettur ekki í hug að segja 7-9-13, enda alin upp við að það sé bara della (ólíkt því að berja í tré). Varð samt hugsi þegar ég sá einhverju sinni vinningstölur í lottói byrja á 7-9-13 ...
1:1 sigur á Portúgölum; 1:1 tap fyrir Ungverjum
18.6.2016 | 18:25
... merkilegt hvað sömu hlutirnir geta haft mismunandi eðli.
Golf fyrir óinnvígða
12.7.2010 | 01:39
Í nokkur ár hef ég reynt að venja mig á golf. Minnug þess að á landinu eru tennisvellir ekki víða og tennisiðkun útheimtir að hafa mótspilara tiltækan á réttum tímum, þá vissi ég að ef mér tækist að venja mig á golf, þá hefði ég að einhverju að keppa þegar ég væri að njóta útiverunnar og oft á tíðum einnig veðurblíðunnar. Vissulega átti ég góð tennisár, einkum fyrstu árin sem ég ánetjaðist þeirri íþrótt, en svo fór að koma misgengi milli aðgangi að mótspilurum (á réttum tímum), góðviðrisdaga og annarra þátta sem skiptu máli. Auk þess fer illa saman að spila skvass og tennis, of líkar íþróttir sem krefjast of ólíkrar tækni. Svo úr þessum lúxus dró um sinn alla vega.
Og þá fór ég að reyna að venja mig á golf. Það gekk vægast sagt brösuglega (vona að g-ið sé leyft í þessu orði, mér gengur illa að sætta mig við stafsetninguna brösulega, sem ég held að sé ögn algengari). En alla vega, með einbeittum ásetningi er mér að takast að venja mig á þessa ágætu íþrótt og búin að uppgötva að spilið skánar ekki nema maður sinni þessu eitthvað meira en 5 sinnum á sumri, sem er mitt fyrra met (og þá er ég ekki að tala um 5 heila golfhringi). Ég á eflaust langt í land að verða innvígð í þennan heim sem ég hélt eitt sinn að væri bara fyrir eldgamalt fólk, pabbi var áreiðanlega á fertugsaldri þegar ég sá hann vera að spila :-) og Sverrir lögga á annarri hæðinni, sem notaði glas og teppið heima til að æfa pútt var ábyggilega eldri en hann. Núna er ekki þverfótað fyrir unglingum á litla vellinum þar sem ég æfi mig, svo ég er með eldri iðkendum. Vonandi að ég ánetjist þessari íþrótt af einhverjum viti.
Því miður er ekki boðið upp á svona holur, eins og ég fann þegar ég googlaði konur, skrípó og golf. Þá væri ég farin að æfa holu í höggi.
Í dagmunaði litlu að ég ætti völlinn ein. Allt í einu voru allir að hverfa af vellinum - og þá allt í einu mundi ég að ég ætlaði líka að horfa á úrslitaleikinn.
Seinustu mínútur leiksins við Makedóna voru ótrúlega spennandi - en hvað er þetta með klukkuna?
19.3.2009 | 00:47
Liverpool-sigur helgarinnar
16.3.2009 | 19:44
Fleiri bros og meiri gleði
27.8.2008 | 18:21
Smá Höfða-stíll yfir útsendingunni
27.8.2008 | 17:53
Skínandi silfur og það sem best er: Strákarnir okkar farnir að brosa aftur! Til hamingju öll!
24.8.2008 | 10:05
Við vissum alltaf að þessi leikur yrði erfiður og hann varð það. Eina sem mögulega hefði getað skyggt á daginn var ef við hefðum ekki fengið að sjá strákana okkar brosa í dag. En brosið kom á verðlaunaathendingunni og líklega er að renna upp fyrir þeim hvaða afrek þeir hafa unnið. Glæsilegur árangur og ekkert annað um það að segja. Ekkert skrýtið að þessi árangur veki heimsathygli og ánægjulegt að það sem mesta athygli vekur sé hugarfarið og liðsheildin.
![]() |
Íslendingar taka við silfrinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
SIGUR!
22.8.2008 | 13:43
![]() |
Íslendingar í úrslitaleikinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég held að þetta gæti jafnvel tekist, handbooooooooooooooooooooooooolti!
22.8.2008 | 13:34