Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Vinnubrjálæðið
4.2.2007 | 21:22
Alltaf að heyra fleiri og fleiri vísbendingar um að Íslendingar og reyndar líklega heimurinn allur, sé að missa sig í vinnubrjálæði. Og þetta kvað fara versnandi, nýjustu tölur hér á landi sýndu nokkurn árangur í styttingu vinnuvikunnar fyrir nokkurm árum en nú er allt að fara aftur í sama, vonda farið. Blessunarlega er ég að vinna á vinnustað þar sem yfirlýst stefna er að vinna ekki nema umsamdan vinnutíma en ytri aðstæður gera það erfitt þessar vikurnar og ég finn að nú er ég komin á þann stað í lífinu að ég vil ekki lifa svoleiðis lífi til langframa. Vissulega er gaman að taka góðar tarnir, svona eins og eina kosningabaráttu eða svo eða klára cand. mag ritgerð í sumarbústað eða að skrifa bók í Borgarnesi, jafnvel aðra bók á Kanaríeyjum, svo maður skrifi út frá eigin reynslu. En eins og góðar tarnir eru ágætar eru frí og það að LIFA jafn mikilvægt og reyndar miklu mikilvægara. Núna er ég í fyrsta sinn í mörg ár að fara í frí hérna heima, áður en leiðin liggur til Kanarí, og nýt þess út í ystu æsar. Og samt er bara sunnudagur og ég byrjaði í fríinu eftir vinnu á föstdag ;-)
Þegar ég lifði og hrærðist í pólitík í sex ár fjallaði eitt af uppáhaldsmálunum sem ég flutti á alþingi um styttingu vinnutímans án kjaraskerðingar. Ég held það sé tími til kominn að dusta rykið af þessu máli og taka það upp og líklega þarf það að gerast á öðrum vettvangi en alþingi, því þar talaði ég hreinlega fyrir fullkomlega daufum eyrum, þótt einhverjir yrðu til að taka kurteislega undir, án mikillar sannfæringar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:18 | Slóð | Facebook
Vona að þetta sé rétt mat hjá Dönum
4.2.2007 | 16:46
Fyrir nokkrum árum þegar núverandi stjórnarflokkar tóku við stjórnartaumunum í Danmörku, var greinilega kominn jarðvegur fyrir ákveðin kaflaskil þar í landi, kaflaskil sem voru að mínu mati mjög neikvæð. Ég var einmitt stödd í Danmörku vikurnar í kringum kosningarnar vegna vinnunnar og fylgdist með forundran með umræðunni. Danir sem höfðu sýnt svo mikið ,,umburðarlyndi" í garð innflytjendanna sinna (nema kannski systurþjóðarinnar Grænlendinga) voru orðnir svo svæsnir rasistar að mér stokkbrá hvernig umræðan var orðin. Einkum hve grímulaust sumir sigurvegarar þessara tilteknu kosninga töluðu hrokafullt um yfirburði síns eigin þjóðskipulags og trúar. Ég gat alveg með mínu gestsauga fundið ýmislegt athugavert við danskt samfélag, þannig er tilveran bara að ekkert samfélag er fullkomið og alltaf svolíitið hættulegt að vera með grjótkast úr glerhúsum.
Ef það er rétt að skopmyndadeilan, sem var svo sem ekkert fyndin, hafi haft þessi áhrif í Danmörku, að auka skilning á Islam, þá segi ég húrra fyrir því. Mér finnst það líka sanna að fáfræði sé uppspretta fordóma. Ég er ekkert að verja fordóma annarra í garð Dana, hvorki múslima né Íslendinga (má stundum passa mig sjálf, þótt kvart-Bauni sé). Það er ekkert einfalt mál að búa í friðsömu fjölmenningarsamfélagi. Bendi á að fullt af Evrópubúum (sem eflaust eru flestir kristnir) hafa valið að setjast að í múslimalöndum, til dæmis í Egyptalandi og Saudi Arabíu, svo ég nefni tvö ólík samfélög. Þeir ætlast til að njóta skilnings þar og eru kannski frekar ósáttir við það þegar þeirra eigin heilögu gildi eru fótum troðin, svo sem kvenréttindi og mannréttindi (!! - ennþá haf þessi tvö orð mismunandi merkingu - er það ekki merkilegt!?!).
Ég ætla rétt að vona að við Íslendingar sleppum við að fá það andrúmsloft tortryggni og skilningsleysi sem gætti í Danmörku fyrir nokkrum árum inn í okkar litla og fallega heim.
![]() |
Skopmyndadeilan hefur haft jákvæð áhrif á samskipti Dana við múslíma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:01 | Slóð | Facebook
,,What's so funny about peace, love and understanding?"
3.2.2007 | 19:20
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:25 | Slóð | Facebook
Þarf að hugsa stjórnmálin og samfélagið upp á nýtt?
3.2.2007 | 03:10

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:12 | Slóð | Facebook
Úr kjötbollublogginu yfir í hringiðuna
3.2.2007 | 00:44
Eftir rúmlega tveggja ára kjötbollublogg á öðru indælu bloggsvæði er orðið tímabært að blanda sér í þjóðmálaumræðuna. Það er svo margt að gerast í samfélaginu að ég get einfaldlega ekki setið hjá lengur. Þessi vettvangur virðist virka . Vinir mínir finna mig áfram á gamla blogginu og það verður áfram fréttaveita af fjölskyldu, vinum og kunningjum með ívafi stórra skoðana á litlum málum. Eða eins og Norðmaðurinn sagði við konuna sína: Konan mín tekur allar smærri ákvarðanir á heimilinu, eins og um húsakaup, bílakaup, barneignir og sumarleyfi en ég tek allar stærri ákvarðanir, eins og hver afstaða okkar til til skattamála, Evrópusambandsins og utanríkismála er. Þetta blogg er sem sagt hliðstætt kallinum ;-)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook