Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Nú er bara að koma Íslandi á toppinn líka
2.3.2007 | 22:51
Það eru nokkrir góðir möguleikar til að koma Íslandi hærra á listann þar sem mesti jöfnuður ríkir. Forval VG hér á höfuðborgarsvæðinu var glæsilegur sigur kvenna og í öðrum kjördæmum er hlutur þeirra til fyrirmyndar. Svo eru þetta bara svo æðislegar konur, allar saman. Netverjar hér á Moggablogginu þekkja Guðfríði Lilju og fleiri í forystu VG af skrifum þeirra hér og þar sem aldrei komið að tómum kofanum. Það er ekki spurning að með því að kjósa VG er hægt að gera mikið til að rétta hlut kvenna og láta feminískar raddir heyrast á alþingi, því það er ekki minna um vert.
![]() |
Flestar þingkonur í Rúanda, Svíþjóð og Kosta Ríka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stolt, Vinstri græn og netverji
2.3.2007 | 20:10
Ég ætlaði ekki að blanda mér í umræðuna um Steingrím J. og ummæli hans um klám á netinu og netlögguna. Hann er fullfær um að skýra sitt mál og hefur gert það með sóma. Tek fram að ég er feministi og anarkisti sem uni mér vel innan VG og ekki hrifin af lögregluríki, enda hefur VG aldrei varið lögregluríki, innan flokksins eru þar að auki fullt af fólki sem hefur orðið fyrir barðinu á þeim vísi af lögregluríki sem hefur nýlega verið afhjúpaður af góðum sagnfræðingum.
En mér hefur alltaf fundist of mikil viðkvæmni í okkur netverjum gagnvart leit fólks að úrræðum gegn glæpum sem framdir eru með aðstoð netsins. Það er ábyggilega flestra skilningur að það sé ógeðslegur glæpur að nota netið til að lokka börn á fund barnaníðinga eða dreifa og stundum auðgast á því að misnota aðra, í sumum tilvikum að misþyrma börnum grimmilega og jafnvel drepa. Þótt netið sé ekki eini miðillinn sem notaður er til slíkra glæpa, þá firrir það okkur, sem unna því, ekki ábyrð á því að grípa í taumana.
Það eru einmitt frábær dæmi til um að fólk geri slíkt. Kannski eru allir búnir að gleyma sláandi dæmi fyrir allmörgum árum, meðan IRK-ið var upp á sitt besta þegar ungt par á Akureyri kom upp um barnaníðing, einmitt með IRK-ið að vopni. Ég var svo lánsöm að fá tækifæri til að taka viðtal við þau (auðvitað á IRK-inu) og flytja frásögn þeirra sem kveðju frá þeim á ráðstefnuröð gegn kynferðisofbeldi sem haldin var í Háskólabíó. Netið er nefnilega eitt besta tækið sem við höfum til að hafa upp á slíkum glæpamönnum og best er að það sé gert á forsendum okkar, sem viljum ekki skerða frelsið á netinu. Mér finnst þetta einstaklingsframtak að mörgu leyti einn merkilegra en glæsilegt frumkvæði fjölmiðla um daginn, einmitt vegna þess að það spratt upp úr grasrótinni, frá fólki sem var í fremstu röð í umræðu á netinu en jafnfram var nóg boðið.
Það eru önnur öfl, miklu hættulegri en andstæðingar kláms og barnaníðinga, sem ógna netinu. Við höfum nú þegar mjög hættulega aðila sem vilja svo gjarnan stöðva frjálsa umræðu um samfélagið og stjórnmál. Það eru nú þegar stundaðar njósnir um saklausa borgara á vegum fjársterkra, öfgafullra aðila beggja vegna hafsins hvort sem við erum að tala um CIA og enn leynilegri stofnanir eða Kína og önnur ritskoðunarstjórnvöld (og hér með, með því að nefna CIA, er ég komin í sjálfvirkan fæl yfir hættulegt fólk hjá CIA).
Ef við verjum glæpamenn á netinu þá eykur það möguleika öfgafullra aðila til að verja gerðir sínar, rétt eins og atburðirnir 11. september voru vatn á myllu öfgafullra eftirlitsaðila í Bandaríkjunum. Ekki sætta okkur við að netið sé griðastaður fyrir glæpi, ekki myndum við lána barnaníðinginn kjallarana okkar til að fremja sína glæpi. Netið er raunar alveg frábær vettvangur fyrir alla sem eru á móti ógeði að gefa skýr skilaboð.
Varð bara að koma þessu frá mér, sakna þess að hafa ekki getað lesið of mikið af efni um þetta mál, enda hefur sumt af því sem ég hef séð valdið mér nokkrum vonbrigðum. Það er ekkert vandamál, jafn ánægð yfir frelsi þeirra til að tjá þær skoðanir sem ég er ósammála og frelsi mínu til að segja nákvæmlega þetta sem ég hér með hef komið frá mér
Arlo Guthrie sagði eitt sinn í yndislegum söng sínum frá seinasta manni í heimi sem hringdi símtal og sagðist ætla að hleypa öllu í bál og brand, og viti menn, hann var ekki lengur síðasti maður í heimi, CIA var mætt! Höfum áhyggjur af réttum aðilum, andstæðingar kláms og ofbeldis eru besta fólk, trúið mér!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.3.2007 kl. 15:08 | Slóð | Facebook
Hlerana fyrir gluggana og enginn út?
2.3.2007 | 16:14
![]() |
Vindstrengir sterkari en úreikningar höfðu gefið til kynna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Atvinnulausir og/eða athyglissjúkir bloggarar?
28.2.2007 | 17:32
Missti ég af fjörlegri umræðu hér á blogginu meðan ég var í fríi eða er ég eina manneskjan sem les blöð á pappír? Ég rak nefnilega augun í svo bráðskemmtilega skilgreiningu Víkverja (eða Staksteina, skiptir ekki máli) á bloggurum í Mogganum fyrir líklega rúmri viku. Þar sem systir mín var svo sæt að koma með Moggann til okkar á Kanarí þá var hvert snifsi í blaðinu lesið upp til agna og þar kom að röðin var komin að Víkverja sem skildi bara alls ekki í því hvernig bloggarar hefðu tíma til að tjá sig um allt mögulegt og ómögulegt. Varpaði fram spurninginni hvort þeir væru ekki upp til hópa annað hvort atvinnulausir eða athyglissjúkir, ef ekki hvort tveggja.
Nú skal játast að ég sinnti internetinu ekkert óskaplega mikið í fríinu og vera má að þessi umræða hafi farið ljósum logum um Moggabloggið, en ef ekki þá langar mig endilega að heyra álit fleiri á þessari skilgreiningu á manni ársins (bloggaranum). Hafi athyglissýki rekið Víkverja til þessara skrifa, þá finnst mér líka fróðlegt að vita hvort hann hefur haft erindi sem erfiði. Ég hefði nefnilega haldið að þetta væri pottþétt aðferð til að fá svolítið krassandi umræðu og gruna Víkverja um að hafa einmitt langað til koma einhverju slíku af stað ;-) því augljóslega les hann bloggið.
Allt er vænt sem vel er vinstri grænt
27.2.2007 | 23:55
Eftir mjög stopular flettingar í mbl.is og einstaka fréttir að heiman síðastliðnar tvær vikur er ég að byrja að ráðast á blaðabunkann og fletta í vefsíðunum. Vinstri græna hjartað gleðst yfir mörgu þar, góðu gengi í könnunum, góðum málefnum, dirfsku til að ræða óhefðbundin, ný og oft viðkvæm mál og koma þeim í umræðuna og því góða fólki sem leggur málstað okkar lið.
Svenni vann!
18.2.2007 | 21:55
Toppurinn á ísjakanum og ,,kosningaréttur" barna
13.2.2007 | 01:23
Dóttir mín hittir oft naglann á höfuðið. Þegar Byrgis- og Breiðavíkurmálin voru að koma upp sagði hún að þetta væri kannski bara toppurinn á ísjakanum. Fleira ætti eftir að koma í ljós. Aldrei þessu vant vona ég að hún hafi ekki rétt fyrir sér, en ég óttast að hún hafi það. Í rauninni er bara tvennt að gera núna:
1. Fara að veita því fólki sem á um sárt að binda hjálp. Það er eitthvert fát og fum í kerfinu, kannski tregða, kannski óöryggi. Því miður er þetta dæmi sem aðrar þjóðir hafa gengið í gegnum, bæði varðand vonda meðferð á börnum og eins eftirlits- og úrræðaleysi gegn misneytingu fólks sem notar trúarhópa sem skálkaskjól. Í fyrrnefnda málinu hefur safnast upp sársaukafull reynsla hjá nágrannaþjóðunum og nú er það okkar að gera ekki sömu mistök og reyna að apa það eftir sem vel er gert.
2. Bæta mannréttindi barna. Sem betur fer eru annars konar úrræði og miklu betri til núna fyrir börn í vanda, hvort sem er vegna heimilisaðstæðna eða annarra vandamála. Var eitt sinn á ferðalagi um Suðurland með Drífu Kristjánsdóttur á Torfastöðum þegar fjörleg unglingsstelpa kom hlaupandi og rauk upp um hálsinn á henni, fyrrverandi fósturbarn hjá henni, og greinilegt að þessi stelpa hafði búið við gott atlæti. Veit af fleiri dæmum um afskaplega vel heppnuðum úrræðum og vel vinnandi aðilum í ,,kerfinu". En - það má gera betur. Enn er ekki búið að finna úrræði til að vernda börn fyrir brotamönnum sem áreita þau, jafnvel innan veggja heimilanna. Enn eru mörg börn utanveltu í skólakerfinu. Lengi hefur verið þannig búið að barna- og unglingageðdeild að hún nær alls ekki að sinna öllum sem á þarf að halda tímanlega.
Fyrir nokkrum dögum heyrði ég utan að mér að einhverjir væru að tala um hvort við værum kannski komið að því að þurfa að huga að kosningarétti barna. Plagsiður minn er að hlusta á fréttaþætti í bíl, svissa ört milli stöðva og lesa blöðin á hlaupum, þannig að ég man ekkert hvar og náði því ekki að finna þetta á netinu aftur. Kannski geta lesendur bloggsins hjálpað mér um þessar upplýsingar, hef áður notið góðrar hjálpar ykkar..... en alla vega leikur mér forvitni á að vita hversu mikil alvara þessu fólki var. Fyrir einhverjum 15-20 árum lenti ég nefnilega á frekar hefðbundnum (ég sagði ekki leiðinlegum) fundi um jöfnun atkvæðisréttar. Og þar vogaði ég mér að minna á að hægt væri að jafna atkvæðisrétt á ýmsa vegu, ekki bara milli kjördæma (en engum datt í hug annað en nákvæmlega það). Minnti á eins og sönnum sagnfræðingi sæmdi að stutt væri, á sagnfræðilega vísu alla vega, síðan konum og hjúum var treyst fyrir atkvæðisrétti. Og spurði hvort það væri kannski réttlátast að jafna atkvæðisrétt alveg, þannig að hverjum einstaklingi fylgdi eitt atkvæði. Auðvitað setti ég hundrað fyrirvara, ætlaði alla vega ekki að láta hanka mig á að ég væri að leggja til að fólk leggðist í barneignir til að öðlast ,,yfirráð" yfir fleiri atkvæðum. EN, það sem ég meinti var að það væri allt í lagi að hugsa aðeins út fyrir þröngan ramma. Og enn er ég á sömu skoðun. - Þetta er sem sagt fyrsta innleggið í ,,þetta sagði ég ykkur" síðuna mína.
Þessi hugmynd var auðvitað sett fram í bríarí, ætlað að brjóta upp umræðuna og fyrst og fremst að fá fólk til að hugsa hverra hagsmuna við ættum að gæta. Hafði auðvitað þveröfug áhrif, enginn fór að hugsa og almennt held ég bara að fólk hafi verið hneykslað, enda gerist það oft þegar maður reynir að brjóta upp fastskorðaða umræðu.
Reyndar heyri ég að einhverjir félagar mínir í VG vilja lækka kosningaaldurinn - svo sem ekki beint angi af sömu umræðu (eða hvað?) - en óneitanlega er ég sammála.
Greinilega viðkvæmt mál
12.2.2007 | 18:07
Blogginu mínu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá einum lesanda varðandi seinustu tvö bloggin mín - það er þann hluta sem varðar vangaveltur mínar um þau fáu atkvæði sem Halla fékk í formannssæti KSÍ og linkinn sem ég setti á blogg Hrafns Jökulssonar. Mér finnst ástæða til að birta hana og það verður bara hver að dæma fyrir sig:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:52 | Slóð | Facebook
Skýringin fengin
12.2.2007 | 02:15
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook
Að keppa í kosningum, íþróttum eða hvoru tveggja
12.2.2007 | 00:15
Keppni setti mikinn svip á þessa helgi. Kona tapaði í keppninni um formennsku KSÍ og skilaboðin sem léleg útkoma hennar sendir getur merkt þrennt: Að verið sé að senda konum skilaboð að þeim sé ekki ætlað upp á þetta dekk, að þeir sem kusu hafi séð þetta sem keppni tveggja karla með aukaleikara eða að eitthvað allt annað ráði.
Önnur keppni, um hylli kjósenda, er nú komin á fullt skrið. Sú keppni mun standa fram í maí, en þá hætta allir að keppa í eigin nafni og skipta sér í tvö lið. Hef reyndar heyrt þá skoðun oftar að undanförnu að lýðræði felist í því að meirihlutinn stjórni með virðingu gagnvart skoðunum minnihlutans, en yfirleitt finnst mér eftir kosningar eins og vinningsliðið líti svo á að það eigi að ráða öllu.
Gamla Kvennalistagenið mitt segir mér að setja spurningarmerki við keppni, sigurvegaradýrkun og foringjadýrkun. Allt of margt neikvætt hefur komið fram í krafti sterkra foringja (Hitler og Stalín voru óumdeilt foringjar). Meiri samvinna ætti ekki að skaða neinn. Þarna veit ég að mikillar hugarfarsbreytingar er þörf. Þangað til er leikvöllurinn keppnisvöllur.
En verð að viðurkenna að það er stundum gaman að keppa og þá er alltaf kostur að vinna. Spilaði skvass við litlu systur í dag eins og fleiri sunnudaga og hún vann, nema seinasta leikinn, þá loksins vann ég og keppnisskapið fékk smá uppörvun eina ferðina enn. Hmm, já, vandlifað eftir eigin hugmyndum ;-)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:20 | Slóð | Facebook
,,Já, já, svo þið viljið bara meina að það átti að kjósa Höllu, ekki vegna ágætis hennar, heldur vegna kyns!
Þið verið að fyrirgefa, en fulltrúar aðildarfélaga KSÍ kusu Geir ekki vegna þess að hann pissar standandi, heldur vegna þess að þeir treysta honum og hann hefur verið starfandi lengi innan KSÍ og því þekkja þeir hann og hans verk.
Halla er nánast óskrifað blað, en það eitt virðist vera næg ástæða til að þið heimtið hana í formannssætið.
Ekki vegna ágætis síns, heldur vegna þess að hún pissar sitjandi. Það er asskotans enginn munur á ykkur og nafnlausu óþverrunum á heimasíðunum sem Hrafn vitnaði í.
Fyrirgefið orðbragið."