Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Þvingaðir til samvinnu - en vonum það besta
26.3.2007 | 18:43
![]() |
Heimastjórn tekur við völdum á Norður-Írlandi 8. maí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:21 | Slóð | Facebook
Efni í græna ríkisstjórn - skýr skilaboð eftir fyrstu könnunina með Íslandshreyfinguna innanborðs
25.3.2007 | 15:41
Ef fyrsta skoðanakönnunin er rétt, um fylgi flokkanna eftir að Íslandshreyfingin var kynnt, eru það stórtíðindi. Tiðindin eru þau að græni liturinn hefur bætt við sig enn fleiri prósentum, Íslandshreyfingin er að mestu leyti viðbót við ævintýralegt fylgi VG. Spár um að fylgið kæmi að mestu frá VG virðast ekki ganga eftir, saxað er í raðir Sjálfstæðismanna og Frjálslyndra, sem ekki hafa vakið trúverðugleika í tilraunum sínum til að sýna græna slikju. Það að Samfylkingin sé aðeins að rétta úr kútnum merkir einfaldlega að hægt er að hafa hana sem þriðja hjól undir græna vagninn. Varla mun vafi leika á að mikil ásókn mun verða í félagsskap grænu flokkanna tveggja, VG og Íslandshreyfingarinnar, sem virðast ætla að verða ótvíræðir sigurvegarar kosninganna gangi þessar spár eftir. Erfitt verður fyrir forseta Íslands að gera annað en sinna þessu græna kalli þjóðarinnar.
Græna sveiflan er þekkt stærð, en við megum ekki missa sjónar á því sem einnig þarf að vera skýrt við stofnun næstu ríkisstjórnar:
Nýsköpun og hugvit í stað stóriðjustefnu. Mjög skýrar áherslur hjá VG og Íslandshreyfingin sama sinnis. Áreiðanlega hægt að fá fleiri til að taka undir í þeim efnum.
Hafna Evrópusambandinu. Ótvíræð stefna þjóðarinnar og VG þarf að taka forystu til að hlustað verði á þjóðina.
Skýr kvenfrelsisstefna. Ekki vafi í mínum huga að þetta er hinn máttarstólpi hinnar miklu fylgisaukningar VG. Þarna þarf VG að leiða og ég efast ekki um að hljómgrunnur er meðal annarra flokka sem aðeins þarf að örva lítillega.
Aukinn jöfnuður í samfélaginu. Réttlætiskennd þjóðarinnar er misboðið. VG hefur alltaf verið leiðandi í kröfunni um aukinn jöfnuð og nú munu aðrir án efa vera tilbúnir að taka undir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook
Samkvæmislíf helgarinnar - óvirk hestakona og tímaskyn tveggja ætta
25.3.2007 | 13:39
Fermingavertíðin er hafin og hófst með miklu brag í tengdafjölskyldunni minni, sem er reyndar ekki bara fjölskylda heildur heill ættbálkur. Á hverju ári eru haldin nokkur fjölskyldumót og meðalþátttaka aldrei undir 70 manns, oft nær 100. Fall er fararheill, við mættum stundvíslega, klukkutíma of seint. Smá misskilningur í gangi, í þetta sinni meðal innfæddra í ættbálknum, ég átti sem sagt ekki sök á þessum misskilningi að þessu sinni. En þar sem ég veit að ligg ávallt undir grun, þá fékk minn ástkæri að útskýra seinkunina óvenju ítarlega. Stundvísi hefur aldrei verið minn helsti kostur, þótt ég geti, með miklum sjálfsaga, haldið mig á mínútunni ef ég er í erindum vinnunnar eða að fara í jarðarfarir. Og svo giftist ég manni með sama þol fyrir tímasetningum þannig að við ættum sennilega að biðja börnin afsökunar á gölluðum genum. Velkist einhver í vafa um að svona geti legið í genum þá vil ég benda á að tvö hálfsystkini mín eru alin upp í systkinahópum allsendis óskyldum okkur, og skildu aldrei af hverju þau voru svona miklu frjálslegri í mætingu en hin systkini þeirra. Þegar við fjögur systkinin í okkar ætt loksins náðum saman og fórum að bera saman bækur okkar, þá kom ýmislegt merkilegt í ljós, m.a. ótrúlega lík rithönd þriggja systkinanna og óstundvísi annarra þriggja ... sú okkar sem á svissneska móður er stundvís. En þetta ætlar að verða skemmtileg fermingarvertíð.
Svo er auðvitað sveitin mín, Álftanesið, með öllu sínu fjölbreytta félagslífi. Við sláum mörgum afskekktari bæjum úti á landi við í félagsstarfi innan sveitar. Með eigin ungmennafélag, kvenfélag, Lions, Rauða kross deild, Fugla- og náttúruverndarfélag, skáta, hestamannafélagið Sóta, Dægradvöl (menningarfélag), eldri borgara félag, kór og þannig mætti lengi telja, - eitt sinn var hér meira að segja eigið hundaræktarfélag. Í gær var það hestamannafélagið sem var með Góugleði, sem alltaf er mikil gleði. Í pínulitla félagsheimiliu var etið vel, drukkið, spilað á gítar og sungið undir forystu fyrrverandi bæjarstjóra og Jörundar Dalamanns (vissuð þið að Eurovisionlagið (Ég les í lófa þínum) er frábært sing-a-long lag?) Og loks var dansað eins og gólfrými leyfði. Þetta eru einstakar skemmtanir og hesthúsin eru á miðju nesinu (ennþá) þannig að allir gátu gengið heim sem ekki voru svo heppnir, eins og við, að eiga son sem sótti okkur.
Ég telst til óvirkra hestamanna. Þeir gera allt sem aðrir hestamenn gera, nema fara á hestbak. Ég drekk sem sagt kaffi, get drukkið brennivín og etið hákarl, tekið í nefið, ég heyja, rek saman hesta, kembi, fer í hestaferðir og var á tímabili liðtæk í hestaættum. En fer helst ekki á bak síðan ég hryggbraut mig um árið. Átti yndisleg unglingsár á hestbaki, en þau eru liðin.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook
Ótrúlegur endasprettur, ekki í X-factor heldur Gettu betur
23.3.2007 | 22:19

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook
Spennan magnast og línur skýrast með óskýrum áherslum
23.3.2007 | 18:58
Það ar alveg með ólíkindum hvað pólitíkin er spennandi núna. Nýtt framboð er gersamlega óskrifað blað, með allt þetta þekkta fólk innanborðs, þá er það í rauninni alveg ótrúleg niðurstaða, en rétt. Mjög misgrænt fólk sem komið er til liðs við Ómar. Mér finnast línurnar vera að ,,skýrast", þær eru óskýrar og verða það sennilega áfram.
Svo þessi yndislega skoðanakönnun að vakna við í morgun, styrkur VG er svo margvíslegur, ekki bara á sviði umhverfisverndar heldur ekki síður feminískur flokkur og flokkur róttæks réttlætis, sem stundum er kennt við vinstri.
Til hamingju Borgarnes!
22.3.2007 | 19:45
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:05 | Slóð | Facebook
Jæja, Ómar!
22.3.2007 | 19:05
Þetta er framboðið hans Ómars, finn það betur nú en nokkru sinni fyrr. Margrét væri ekki með nema vegna þess að hún varð undir í innanflokksátökum í Frjálslynda flokksins. Aðrir vega léttar. Eins manns framboð hafa ekki orðið langlíf, hvort sem þau eru kennd við Albert eða Vilmund, nema einhverjir steli þeim, eins og gerðist með framboðið hans Sverris Hermannssonar. Samt sem áður óska ég nýja framboðinu alls góðs en þarf samt að koma á framfæri nokkrum brotum sem vonandi rata aldrei á síðuna mína: Þetta sagði ég þér!
Ég fagna framboðinu af því það er grænt og þrátt fyrir að það sé hægri. Hins vegar er ég ekki viss um fyrir hvað það mun standa í ýmsum málum og það verður merkilegt að giska á það hver stefnan verður í öðrum málum en umhverfis-, nýsköpunar- og kvótamálum. Best hefði auðvitað verið að Margrét hefði unnið sigur í Frjálslynda flokknum því þá sætum við ekki uppi með flokk sem virðist stefna hraðbyri til aðskilnaðarstefnu og óréttlætis í innflytjendamálum. Ég set stór spurningarmerki við það að Jakob Frímann sé innanborðs, vegna þess að þá er Jón Baldvin væntanlega innan seilingar og afstaða hans gagnvart inngöngu í ESB er mér mjög lítið að skapi. Nema hann hafi kúvent þar eins og í ýmsum fleiri málum? Hrædd um ekki, en útiloka ekki kraftaverk. Margrét ítrekar að hún sé á móti aðild að ESB vegna sjávarútvegsins, en Ómar er ekki eins skýr í svörum, sem er auðvitað mjög miður. Vitnar í Þorstein Pálsson sem er brostinn í blekkingarleik um ESB og sjávarútvegsmál.
Fyndið að sjá viðtal við Ómar og Margréti og sjá hana gjóta augum til hans, eins og hún væri að passa upp á að hann talaði ekki af sér. Og allt í einu áttaði ég mig á einu, Ómar er vanur að spila sóló og það með miklum brag, hvað verður um hann þegar hann þarf að passa sig að tala í takt við alla hina? Eitt sinn eyddi ég heilum vinnudegi með Ómari og skrifaði um það ævintýrið: Dagur í lífi Ómars Ragnarssonar. Það var mikil keyrsla. Hann er afskaplega kraftmikill maður en mikill sólóisti. Ábyggilega eini fréttamaðurinn sem hefur sprungið á limminu í ,,hlutleysinu" á meðan hann var í starfi, sem var reyndar mjög virðingarvert. Tvennt getur gerst, honum verður kippt niður í hægra-miðjumoð eða hann mun styggja einhverja samherja sína.
Ég óska þeim alls góðs og vona að það finnist nógu margir miðju og hægri umhverfissinnar til að færa þeim áhrif í pólitík - en ég er svolítið kvíðin að sjá stefnuskrána í öðrum málum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:20 | Slóð | Facebook
Gott framtak og smá lexía
21.3.2007 | 21:15
![]() |
Fjölmenningarspjall á Alþjóðadegi gegn kynþáttamisrétti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook
Vonandi er þetta smitandi ;-)
21.3.2007 | 13:06
![]() |
Malaga fyrsta borgin með þráðlaust net |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook
Virðing fyrir veðrinu í hraðanum í tilverunni
20.3.2007 | 17:58
Veðrið hefur verið æði brösótt að undanförnu, ekki síst í dag, og það hefur varla farið framhjá nokkrum. Hvort sem veðrið þessa dagana er beint eða óbeint afleiðing gróðurhúsaáhrifa þá þarf alla vega að taka það alvarlega. En hvaða svigrúm hefur venjulegt fólk til að virða veðrið? Skuldbindingar vegna vinnu og annarra skyldna verða stundum til þess að fólk leggur út í færð og veður sem í rauninni ætti ekki að þurfa. Oft eru það einhverjar gerviþarfir sem ráða því, en stundum er það hreinlega þrýstingur vegna samfélagsins sem etur fólki að óþörfu af stað á ákveðnum tíma leið sem kannski er greiðfær fjórum stundum fyrr eða fjórum stundum síðar.
Vissulega hefur margt áunnist á undanförnum árum, meiri sveigjanleiki víða, bæði varðandi vinnutíma, fjölskylduskyldur og möguleika á að vinna heima. Einnig hefur mörgum ofboðið hraðinn og upp úr kenningum um ,,Slow food" hefur sprottið annað sem kalla mætti ,,Hægláta borg" (Slow city). Akureyri hefur hafið þátttöku í þessari hreyfingu, til hamingju með það Akureyringar. Vona að vitundarvakning sé að verða og þetta muni ef til vlll vekja umræðu um hvort það sé alltaf nauðsynlegt að æða af stað á móti veðri, vindum og skynsemi.
Ég held að virðing fyrir náttúrunni og náttúruöflunum sé Íslendingum í blóð borin, en hins vegar vantar svolítið uppá að við séum nógu auðmjúk gagnvart veðurguðunum, þótt ég efist ekki um að í landi grjótfoks, snjóflóða og fárviðra beri fólk, innst inni alla vega, óttablandna virðingu fyrir veðrinu. Ætli það sé ekki stríðni eða ögrun sem ræður því að ætt er út í öll veður og fólk talið frekar huglaust sé það ekki tilbúið að takast á við allt sem veðrið býður upp á. En samt blundar, held ég, þversagnarkennt reyndar, vissan um að veðrið sé kraftur sem við eigum að taka mark á. Minni bara á þá skemmtilegu staðreynd að Íslendingar báðu veðurguðina að redda góðu veðri á 1000 ára kristintökuafmæli landsins. Biskupnum var ekki skemmt, en flestum fannst þetta bara hið besta mál og ég man ekki betur en þeir hafi tekið þessu vel (veðurguðirnir).
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook