Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Takið þátt í nýju skoðanakönnuninni um efnahagsástandið og takk fyrir frábæra þátttöku í Hillary könnuninni
10.6.2008 | 12:44
Þá er kominn tími til að skipta út skoðanakönnunum. Hillary virðist ekki stefna í að verða næsti forseti Bandaríkjanna þótt 35% lesenda síðunnar minnar hafi spáð því. 30% spá Obama forsetastól og 18% nefna Ástþór Magnússon en McCain fékk ótrúlega fá atkvæði. Þátttakan hefur verið rífandi góð, atkvæði á fimmta hundrað, en nú er mál að linni.
Næst er að heyra í ykkur varðandi efnahagsástandið. Endilega takið þátt í könnuninni hér til hliðar.
Hillary hætt eða ekki?
4.6.2008 | 16:06
Feministamóðir stolt af syninum
3.6.2008 | 21:42
Það hefur eflaust ekki farið framhjá lesendum bloggsins míns að ég tel mig oft hafa ástæðu til að vera stolt af börnunum mínum, þótt þau séu sloppin af barnsaldri og vel það. Það gladdi feministahjartað mitt þegar ég heyrði að sonur minn væri orðinn ráðskona yfir vef karlahóps Feministafélagsins auk þess sem hann er í stjórn Feministafélags Háskóla Íslands. Hann hefur verið vel virkur í félagsmálum að undanförnu og tekið við af öðrum í fjölskyldunni í því hlutverki og greinilega að gera góða hluti, alla vega er ég bara mjög stolt. Hann heldur líka úti vefnum Feministaheimurinn sem er með hlekk hér til hliðar. Til hamingu Óli!
Allt í lagi í Reykjavík?
26.5.2008 | 14:58
![]() |
Hlýnun ekki ógn á Íslandi? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Himinlifandi á Hillary-vaktinni
21.5.2008 | 00:37
![]() |
Clinton spáð sigri í Kentucky |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
"Battle of the Davids" og Jósep segir ...
19.5.2008 | 21:53
American Idol á lokaspretti og eins og Simon Cowell spáði verður úrslitaþátturinn "Battle of the Davids" enginn Golíat heldur bara tveir Davíðar. Veit varla með hvorum ég held meira. Cook hefur unnið á, á því leikur enginn vafi.
Einn skemmtilegasti leikurinn sem við fórum í var Jósep segir. Býst við að flestir þekki hann, einn skipar fyrir hvað hinir eiga að gera, og ef hann segir: ,,Jósep segir" á undan, þá á að hlýða, annars ekki. Á ensku heitir þessi leikur Simon says, og mér heyrist að það sé einmitt búið að hlýða því sem Simon (Cowell) segir hér með.
Samstarf ríkisstjórnarflokkanna: Pirringur á dag kemur skapinu örugglega ekki í lag
19.5.2008 | 20:00
Mér finnst gæta vaxandi pirrings milli stjórnarflokkanna og yfirlýsingar jafnt sem aðgerðir einstakra ráðherra ala á slíku. Nú veit ég ekki alveg hvernig samþykkt verklag er innan þessarar ríkisstjórnar, en svo virðist sem hver og einn ráðherra megi segja og framkvæma nokkuð frjálslega án þess að það sé lagt fyrir ríkisstjórnina sem heild. Lagalega séð er það svo sem alveg í lagi, löngu búið að taka umræðuna um að ríkisstjórnin sé fjölskipað stjórnvald, en út frá samstarfi innan ríkisstjórnarinnar finnst mér ég stundum sjá daglega núningspunkta og stundum ummæli í kjölfarið. Það virðist ekki hafa verið gengið frá neitt of mörgum lausum endum þegar efnt var til þessarar ríkisstjórnar, eða að þeir eru farnir að trosna eitthvað.
![]() |
Hagsmunum fórnað með veiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópusambandsumræða Sjálfstæðismanna
19.5.2008 | 00:28
Það hefur verið athyglisvert að fylgjst með Evrópusambandsumræðu Sjálfstæðismanna að undanförnu. Lengi hef ég saknað þess að fá afdráttarlausar yfirlýsingar frá Geir Haarde, en þarf ekki að kvarta lengur. Sömuleiðis þá hefur mér þótt Þorgerður Katrín ansi kratísk í afstöðu sinni og daðrandi við Evrópusambandið en hún lýsti sig sjálfa andvíga aðild Íslands að Evrópusambandinu, hvort sem hún meinar það eða ekki, þá fannst mér það athyglisverð yfirlýsing. Hér er linkur á upptökuna: http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4397930/3
Hún hefur hins vegar lýst því yfir að það sé ekki hægt að segja henni fyrir verkum og mín reynsla úr pólitískri umræðu er sú að svona orðalag merki að verið sé að gefa vísbendingu um að einhverjum hafi einmitt VERIÐ sagt fyrir verkum, en það þarf ekkert að vera rétt í þessum tilfelli. Umræðan um þjóðaratkvæði eða ekki er allt annað dæmi og ég veit ekki hvert hún mun leiða, en þeir sem vilja þá umræðu eiga að sjálfsögðu að hefja hana.
Önnur spurning sem hlýtur að vakna nú er sú hvort verið sé að senda Samfylkingunni skilaboð og ef svo er, hver þau nákvæmlega eru. Samfylkingin hefur fengið nokkuð frítt spil og Björgvin G. Sigurðsson verið beitt fyrir sambandssinnavagninn. Er pirringur Sjálfstæðismanna í garð samstarfsflokksins að koma fram?
Seinust að missa vonina
14.5.2008 | 02:19
![]() |
Clinton vann í Vestur-Virginíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:21 | Slóð | Facebook